Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stafar geðklofi?

Geðheilsa ehf.

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Af hverju stafar geðklofi (út frá líffræðilegu sjónarmiði)? Er heilinn í geðklofasjúklingum öðruvísi en í heilbrigðum einstaklingum?

Ekki er vitað með vissu hvað veldur geðklofa. Orsakir hjartasjúkdóma og ýmissa annarra sjúkdóma er að finna í flóknu samspili erfða, umhverfis, atferlis og annarra þátta og líklega gildir hið sama um geðklofa. Vísindamenn vita ekki um alla orsakaþætti en umfangsmiklar líffræðilegar rannsóknir á erfðum, þróun heilans og öðrum hugsanlegum áhættuþáttum munu smám saman varpa betra ljósi á ástæðu sjúkdómsins.

Erfist geðklofi?

Lengi hefur verið vitað að geðklofi gengur í ættir. Nánir ættingjar geðklofasjúklinga eru líklegri til að veikjast af geðklofa en þeir sem ekki eiga ættingja með geðklofa. Líkurnar eru um 40-50% ef eineggja tvíburar í fjölskyldunni eru með geðklofa og um 10% ef annað foreldri þjáist af geðklofa. Til samanburðar má geta þess að geðklofi hrjáir um einn af hverjum hundrað í þjóðfélaginu.

Rannsóknir benda til þess að ekki sé eitt gen sem veldur sjúkdómnum heldur eigi samspil fjölda gena þátt í geðklofanum. Auk þess virðast áföll á meðgöngu, til dæmis næringarskortur fósturs, veirusýkingar, erfiðleikar við fæðingu og ýmiss konar annað álag, auka líkur á geðklofa hjá barninu síðar meir. Enn er þó ekki vitað nákvæmlega hvernig geðklofi erfist og því ekki hægt að spá fyrir um hverjir muni veikjast og hverjir ekki.

Tengist geðklofi afbrigðileika í heila?

Þekking á efnafræði heilans og tengslum við geðklofa eykst óðfluga. Heilinn vinnur úr upplýsingum með aðstoð ýmissa boðefna sem bera upplýsingarnar milli taugafrumna. Lengi hefur verið talið að geðklofi tengist afbrigðileika á magni eða virkni þessara efna eða taugaviðtakanna sem boðefnin tengjast. Athygli manna hefur helst beinst að boðefnunum dópamíni og glútamati. Rannsóknir á þessu sviði lofa góðu.

Miklar framfarir hafa orðið undanfarið í geislagreiningu og myndgreiningartækni til að rannsaka heila lifandi fólks. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að heilabyggingin í að minnsta kosti sumum geðklofasjúklingum er óeðlileg. Sum svæði virðast til að mynda vera minni en í heilbrigðu fólki, og vökvahólf (e. ventricles) eru að jafnaði stærri.


Þetta er sneiðmynd af heila tvíbura; sá til vinstri er heilbrigður en sá til hægri þjáist af geðklofa. Greinilega sést stækkun vökvahólfa heilans í hinum síðarnefnda á kostnað heilavefs. Myndin er úr rannsókn Dr. E. Fulley Torrey og Dr. Daniel Weinberger.

Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós truflun á virkni ákveðinna heilasvæða. Rétt er að taka fram að þessi frávik eru tiltölulega lítil, þau koma ekki fram hjá öllum geðklofasjúklingum og geta einnig komið fram hjá fólki sem ekki þjáist af geðklofa. Krufning á heila látinna sjúklinga hefur leitt í ljós nokkurn afbrigðileika í fjölda og dreifingu heilafrumna. Talið er að þessi frávik í starfi og byggingu heila geðklofasjúklinga sé venjulega til staðar áður en bráðafasi veikindanna byrjar, og geðklofi stafi að einhverju leyti af röskun á þroska heilans á fósturskeiði og/eða í bernsku.

Sumir taugavísindamenn telja að geðklofi stafi af því að taugungar í heilanum þroskist ekki rétt á fósturstigi og innbyrðis tengsl taugafrumna truflist og myndist ekki á eðlilegan hátt. Truflunin liggi í dvala fram að kynþroska, en þá verða eðlilegar breytingar á innbyrðis tengingum taugafruma, og hafi tengingarnar orðið fyrir truflun á fósturskeiði geti breytingin ekki átt sér stað með eðlilegum hætti og sjúkdómurinn komi fram. Nú er verið að reyna að greina hvaða þættir á fósturstigi geti haft áhrif á þroska heilans.

Aðrar rannsóknir hafa fundið lífefnafræðilegar breytingar sem verða áður en geðklofaeinkenni koma fram, og gefa til kynna hvaða taugamót, net taugafrumna og stýrikerfi heilans eigi þátt í myndun sjúkdómseinkenna. Einnig eru vísindamenn að rannsaka hvaða erfðaþættir stjórna þroska heilans og þeim boðefnakerfum sem stjórna starfssemi hans.

Byggt á efni frá Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.

© Geðheilsa ehf, 2000. Öll réttindi áskilin.

Myndir


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu persona.is. Þar er einnig að finna ítarlegri umfjöllun um geðklofa.

Höfundur

Útgáfudagur

27.9.2005

Spyrjandi

Unnur Ósk Örnólfsdóttir

Tilvísun

Geðheilsa ehf.. „Af hverju stafar geðklofi?“ Vísindavefurinn, 27. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5291.

Geðheilsa ehf.. (2005, 27. september). Af hverju stafar geðklofi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5291

Geðheilsa ehf.. „Af hverju stafar geðklofi?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5291>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stafar geðklofi?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Af hverju stafar geðklofi (út frá líffræðilegu sjónarmiði)? Er heilinn í geðklofasjúklingum öðruvísi en í heilbrigðum einstaklingum?

Ekki er vitað með vissu hvað veldur geðklofa. Orsakir hjartasjúkdóma og ýmissa annarra sjúkdóma er að finna í flóknu samspili erfða, umhverfis, atferlis og annarra þátta og líklega gildir hið sama um geðklofa. Vísindamenn vita ekki um alla orsakaþætti en umfangsmiklar líffræðilegar rannsóknir á erfðum, þróun heilans og öðrum hugsanlegum áhættuþáttum munu smám saman varpa betra ljósi á ástæðu sjúkdómsins.

Erfist geðklofi?

Lengi hefur verið vitað að geðklofi gengur í ættir. Nánir ættingjar geðklofasjúklinga eru líklegri til að veikjast af geðklofa en þeir sem ekki eiga ættingja með geðklofa. Líkurnar eru um 40-50% ef eineggja tvíburar í fjölskyldunni eru með geðklofa og um 10% ef annað foreldri þjáist af geðklofa. Til samanburðar má geta þess að geðklofi hrjáir um einn af hverjum hundrað í þjóðfélaginu.

Rannsóknir benda til þess að ekki sé eitt gen sem veldur sjúkdómnum heldur eigi samspil fjölda gena þátt í geðklofanum. Auk þess virðast áföll á meðgöngu, til dæmis næringarskortur fósturs, veirusýkingar, erfiðleikar við fæðingu og ýmiss konar annað álag, auka líkur á geðklofa hjá barninu síðar meir. Enn er þó ekki vitað nákvæmlega hvernig geðklofi erfist og því ekki hægt að spá fyrir um hverjir muni veikjast og hverjir ekki.

Tengist geðklofi afbrigðileika í heila?

Þekking á efnafræði heilans og tengslum við geðklofa eykst óðfluga. Heilinn vinnur úr upplýsingum með aðstoð ýmissa boðefna sem bera upplýsingarnar milli taugafrumna. Lengi hefur verið talið að geðklofi tengist afbrigðileika á magni eða virkni þessara efna eða taugaviðtakanna sem boðefnin tengjast. Athygli manna hefur helst beinst að boðefnunum dópamíni og glútamati. Rannsóknir á þessu sviði lofa góðu.

Miklar framfarir hafa orðið undanfarið í geislagreiningu og myndgreiningartækni til að rannsaka heila lifandi fólks. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að heilabyggingin í að minnsta kosti sumum geðklofasjúklingum er óeðlileg. Sum svæði virðast til að mynda vera minni en í heilbrigðu fólki, og vökvahólf (e. ventricles) eru að jafnaði stærri.


Þetta er sneiðmynd af heila tvíbura; sá til vinstri er heilbrigður en sá til hægri þjáist af geðklofa. Greinilega sést stækkun vökvahólfa heilans í hinum síðarnefnda á kostnað heilavefs. Myndin er úr rannsókn Dr. E. Fulley Torrey og Dr. Daniel Weinberger.

Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós truflun á virkni ákveðinna heilasvæða. Rétt er að taka fram að þessi frávik eru tiltölulega lítil, þau koma ekki fram hjá öllum geðklofasjúklingum og geta einnig komið fram hjá fólki sem ekki þjáist af geðklofa. Krufning á heila látinna sjúklinga hefur leitt í ljós nokkurn afbrigðileika í fjölda og dreifingu heilafrumna. Talið er að þessi frávik í starfi og byggingu heila geðklofasjúklinga sé venjulega til staðar áður en bráðafasi veikindanna byrjar, og geðklofi stafi að einhverju leyti af röskun á þroska heilans á fósturskeiði og/eða í bernsku.

Sumir taugavísindamenn telja að geðklofi stafi af því að taugungar í heilanum þroskist ekki rétt á fósturstigi og innbyrðis tengsl taugafrumna truflist og myndist ekki á eðlilegan hátt. Truflunin liggi í dvala fram að kynþroska, en þá verða eðlilegar breytingar á innbyrðis tengingum taugafruma, og hafi tengingarnar orðið fyrir truflun á fósturskeiði geti breytingin ekki átt sér stað með eðlilegum hætti og sjúkdómurinn komi fram. Nú er verið að reyna að greina hvaða þættir á fósturstigi geti haft áhrif á þroska heilans.

Aðrar rannsóknir hafa fundið lífefnafræðilegar breytingar sem verða áður en geðklofaeinkenni koma fram, og gefa til kynna hvaða taugamót, net taugafrumna og stýrikerfi heilans eigi þátt í myndun sjúkdómseinkenna. Einnig eru vísindamenn að rannsaka hvaða erfðaþættir stjórna þroska heilans og þeim boðefnakerfum sem stjórna starfssemi hans.

Byggt á efni frá Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.

© Geðheilsa ehf, 2000. Öll réttindi áskilin.

Myndir


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu persona.is. Þar er einnig að finna ítarlegri umfjöllun um geðklofa....