Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 283 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

category-iconVísindavefur

Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?

Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...

category-iconHeimspeki

Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?

Denis Diderot fæddist þann fimmta október árið 1713 í bænum Langres í því héraði Frakklands sem nefnist Haute-Marne. Frá tíu ára aldri gekk Diderot í skóla sem var rekinn af jesúítum í heimabyggð hans og þótti slíkur fyrirmyndarnemandi að vonir stóðu til þess að hann myndi velja sér starfsframa innan kirkjunnar og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust menn að því að risaeðlur væru til?

Hvað datt mönnum fyrri alda í hug þegar þeir rákust á steingerðar leifar risaeðla í jarðlögum eða klettum? Í þeim löndum þar sem sögur af drekum voru algengar er ekki ólíklegt að menn hafi haldið að stórvaxnar, steingerðar leifar risaeðla væru í raun drekar. Kínverski sagnaritarinn Chang Qu var uppi á 3. öld e....

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?

Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?

Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?

Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarste...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?

Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?

Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs ...

category-iconHugvísindi

Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju. Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stunda...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Léon Foucault?

Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

Fleiri niðurstöður