Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?

Ívar Daði Þorvaldsson

Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?

Fyrstu nútímaólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu árið 1896 en þar var maraþonhlaup á meðal keppnisgreina. Grikki að nafni Spiridon Louis kom fyrstur í mark á tímanum 2 klst., 58 mín. og 50 sek. (2:58:50). Vegalengdin var hins vegar einungis 40 kílómetrar en frá og með Ólympíuleikunum í París árið 1924 var vegalengdin fastsett í 42 kílómetra og 195 metra eða 26,22 mílur eins og Bandaríkjamenn tala gjarnan um.

Málverk eftir Luc-Olivier Merson af því þegar Þersippos kom til Aþenu eftir að hafa hlaupið frá Maraþon.

Konur hlupu ekki maraþonhlaup á Ólympíuleikum fyrr en árið 1984. Þá kom hin bandaríska Joan Benoit fyrst í mark í Los Angeles á tímanum 2:24:52.

Nú á Haile Gebrselassie frá Eþíópíu heimsmetið í maraþonhlaupi karla en hann náði tímanum 2:03:59 í Berlínarmaraþoninu árið 2008. Hann keppti hins vegar ekki í maraþoni á Ólympíuleikunum sem fóru fram þetta sama ár í Peking. Heimsmetið í kvennaflokki er 2:15:25 sett af Paulu Radcliffe frá Bretlandi í apríl árið 2003.

Áhugavert er að skoða tíu bestu karlana en þar situr eins og áður segir Gebrselassie á toppnum en í sætum 2-10 eru einungis Keníumenn. Auk þess munar einungis 1 mín. og 14 sek. á heimsmetinu og 10. besta tímanum. Munurinn er töluvert meiri í kvennaflokki enda heimsmetið orðið 7 ára gamalt.

Gebrselassie er hér í gulu fyrir miðju í Berlínarmaraþoninu. Tvo héra má sjá vinstra megin við hann.

Til að gera sér betur í hugarlund hversu hratt maraþonhlauparar fara má geta þess að meðalhraði Gebrselassie þegar hann setti heimsmetið var 20,4 km/klst. Höfundur þessa svars hvetur lesendur að fara á hlaupabretti og auka hraðann jafnt og þétt og þannig reyna að nálgast meðalhraða Gebrselassie. Vísindavefurinn tekur samt enga ábyrgð á meiðslum sem geta hlotist af því að detta af hlaupabretti á þessum hraða!

Sökum þess hve maraþonhlaup er langt getur brautin sem hlaupin er skipt mjög miklu máli. Þannig geta nokkrar brekkur í seinni hluta maraþons hægt mjög á keppendum. Hæð yfir sjávarmáli skiptir einnig máli en með meiri hæð þynnist loftið og getur reynst þeim sem óvanir eru að hlaupa við þær aðstæður óþægur ljár í þúfu. Bestu tímarnir nást á brautum sem eru við sjávarmál og þar sem hæðarmismunur er tiltölulega lítill. Lítill vindur og svalt veður skemmir heldur ekki fyrir. Svokallaðir hérar leika einnig stórt hlutverk. Héri hleypur á undan fremstu mönnum á fyrir fram ákveðnum tíma en dregur sig svo yfirleitt í hlé eða nýr tekur við.

Spennandi verður að fylgjast með tímunum í maraþonhlaupi í nánustu framtíð. Til dæmis hvort karlarnir hafi náð ákveðnum toppi enda er í raun ótrúlega stutt á milli þeirra miðað við þessa löngu vegalengd. Aftur á móti er það eflaust draumur margra að vera fyrstur til að hlaupa undir tveimur klukkustundum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.12.2010

Spyrjandi

Guðmundur Guðjónsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21009.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 3. desember). Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21009

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21009>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?
Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?

Fyrstu nútímaólympíuleikarnir fóru fram í Aþenu árið 1896 en þar var maraþonhlaup á meðal keppnisgreina. Grikki að nafni Spiridon Louis kom fyrstur í mark á tímanum 2 klst., 58 mín. og 50 sek. (2:58:50). Vegalengdin var hins vegar einungis 40 kílómetrar en frá og með Ólympíuleikunum í París árið 1924 var vegalengdin fastsett í 42 kílómetra og 195 metra eða 26,22 mílur eins og Bandaríkjamenn tala gjarnan um.

Málverk eftir Luc-Olivier Merson af því þegar Þersippos kom til Aþenu eftir að hafa hlaupið frá Maraþon.

Konur hlupu ekki maraþonhlaup á Ólympíuleikum fyrr en árið 1984. Þá kom hin bandaríska Joan Benoit fyrst í mark í Los Angeles á tímanum 2:24:52.

Nú á Haile Gebrselassie frá Eþíópíu heimsmetið í maraþonhlaupi karla en hann náði tímanum 2:03:59 í Berlínarmaraþoninu árið 2008. Hann keppti hins vegar ekki í maraþoni á Ólympíuleikunum sem fóru fram þetta sama ár í Peking. Heimsmetið í kvennaflokki er 2:15:25 sett af Paulu Radcliffe frá Bretlandi í apríl árið 2003.

Áhugavert er að skoða tíu bestu karlana en þar situr eins og áður segir Gebrselassie á toppnum en í sætum 2-10 eru einungis Keníumenn. Auk þess munar einungis 1 mín. og 14 sek. á heimsmetinu og 10. besta tímanum. Munurinn er töluvert meiri í kvennaflokki enda heimsmetið orðið 7 ára gamalt.

Gebrselassie er hér í gulu fyrir miðju í Berlínarmaraþoninu. Tvo héra má sjá vinstra megin við hann.

Til að gera sér betur í hugarlund hversu hratt maraþonhlauparar fara má geta þess að meðalhraði Gebrselassie þegar hann setti heimsmetið var 20,4 km/klst. Höfundur þessa svars hvetur lesendur að fara á hlaupabretti og auka hraðann jafnt og þétt og þannig reyna að nálgast meðalhraða Gebrselassie. Vísindavefurinn tekur samt enga ábyrgð á meiðslum sem geta hlotist af því að detta af hlaupabretti á þessum hraða!

Sökum þess hve maraþonhlaup er langt getur brautin sem hlaupin er skipt mjög miklu máli. Þannig geta nokkrar brekkur í seinni hluta maraþons hægt mjög á keppendum. Hæð yfir sjávarmáli skiptir einnig máli en með meiri hæð þynnist loftið og getur reynst þeim sem óvanir eru að hlaupa við þær aðstæður óþægur ljár í þúfu. Bestu tímarnir nást á brautum sem eru við sjávarmál og þar sem hæðarmismunur er tiltölulega lítill. Lítill vindur og svalt veður skemmir heldur ekki fyrir. Svokallaðir hérar leika einnig stórt hlutverk. Héri hleypur á undan fremstu mönnum á fyrir fram ákveðnum tíma en dregur sig svo yfirleitt í hlé eða nýr tekur við.

Spennandi verður að fylgjast með tímunum í maraþonhlaupi í nánustu framtíð. Til dæmis hvort karlarnir hafi náð ákveðnum toppi enda er í raun ótrúlega stutt á milli þeirra miðað við þessa löngu vegalengd. Aftur á móti er það eflaust draumur margra að vera fyrstur til að hlaupa undir tveimur klukkustundum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:...