Heródótos segir hins vegar ekki þá sögu sem hefur orðið öllu frægari, að hlaupari hafi verið sendur 42 km leið frá Maraþon til Aþenu að orrustunni lokinni til að tilkynna sigurinn. Gríski sagnaritarinn Plútarkos segir þá sögu hins vegar og nefnir hlauparann Þersippos eða Evkles. (Plútarkos, De gloria Athenensium 3). Hann nefnir heimild sína fyrir nafninu Þersippos en heimildin var Herakleides frá Pontos sem var fræðimaður að störfum í Akademíu Platons á 4. öld f.Kr.; en Plútarkos segir að flestir sagnaritarar, sem hann nafngreinir ekki, nefni hlauparann Evkles. Sagan segir að Þersippos (eða Evkles) þessi hafi hlaupið um 42 km langa leið frá Maraþon til Aþenu í fullum herklæðum til að tilkynna sigurinn. Þegar hann náði til Aþenu á hann að hafa sagt „Við höfum sigrað!“ og dottið svo niður dauður. Hversu áreiðanlegar eru þessar heimildir? Heródótos er meginheimild okkar fyrir atburðum Persastríðanna. Hann er stundum talinn ýkja mjög en á einum stað í riti sínu (Heródótos VII.152) segir hann að honum beri að greina frá því sem sagt var, þótt hann verði ekki að trúa því öllu sjálfur. Heródótos fæddist um það leyti sem orrustan við Maraþon átti sér stað. Hann ritaði verk sitt um fjórum til fimm áratugum eftir að atburðirnir gerðust. Skáldið Símonídes hafði einnig ritað um sögu Persastríðanna í bundnu máli og má vera að Heródótos hafi stundum stuðst við kvæði hans. En um kvæði Símonídesar getum við lítið vitað því það er ekki varðveitt. Eftir Símonídes eigum við einungis misheilleg brot og stutt kvæði. Meðal annars tvær línur um Spartverjana sem féllu við Laugaskörð.
Vegfari, ber frá oss boð og borglýðnum seg það í Spörtu,Plútarkos er mun yngri höfundur en Heródótos, uppi um 46-120 e.Kr. Hann var því að störfum rúmlega 500 árum eftir orrustuna við Maraþon. Hins vegar hafði hann aðgang að eldri heimildum, sem við þekkjum ekki af því að þær hafa ekki varðveist. Við vitum ekki hverjir þessir „flestir“ eru sem hann segir að hafi talið Maraþonhlauparann sem tilkynnti sigurinn hafa heitið Evkles og því er ómögulegt að leggja mat á áreiðanleika þeirra. Herakleides frá Pontos var hins vegar uppi um 390-310 f.Kr., mun nær atburðunum sem um ræðir. En um sagnaritun hans vitum afar lítið og ekkert um hverjar hans heimildir voru. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
fallnir að hvílum vér hér, hlýðnir við ættjarðarlög.
(Þýðingin er eftir Steingrím Thorsteinsson en hefur yfirleitt verið ranglega eignuð Ásgeiri Hjartarsyni.)
- Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi? eftir EDS
- Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann? eftir Ágúst Kvaran
- Hvað gerist í líkamanum við áreynslu? eftir Sindra Traustason og Þórarinn Sveinsson
Við þökkum Jóni Erni Bjarnasyni fyrir að benda okkur á að þýðingin á ljóðlínum Símonídesar er í raun eftir Steingrím Thorsteinsson. Hún kemur fyrir í þýðingu Steingríms á kvæðinu „Der Spaziergang“ eftir Friedrich von Schiller, en þar vitnar Schiller í kvæði Símonídesar.