Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?

Ívar Daði Þorvaldsson

Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Í fornu rómversku riti segir að Grikkinn Archytas hafi um 400 f.Kr. látið einhver konar viðarfugl „fljúga“ með því að festa hann á þráð og skjóta honum áfram með aðstoð gufu. Um hreyfingu eldflauga er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?

Fyrstu eiginlegu eldflaugina má hins vegar rekja aftur til fyrri hluta 13. aldar en þar voru Kínverjar að verki. Þeir fylltu hólk, sem lokaður var í annan endann, með púðri og festu á stöng. Til að koma eldflauginni á stað var kveikt í púðrinu. Líkja mætti eldflaugunum við flugeldarakettur. Eldflaugarnar notuðu þeir í átökum sínum við Mongóla.

Fyrsut eldflaugar Kínverja hafa ef til vill verið keimlíkar rakettum nútímans.

Í kjölfarið tóku Mongólar sjálfir að smíða eldflaugar en notkun þeirra breiddist svo út vestur á bóginn. Árið 1267 skrifaði enski munkurinn Roger Bacon um púður. Hann er oft talinn faðir púðursins þar sem hann bætti kraft þess töluvert. Á 16. öld var komið að hinum þýska flugeldasmiði Johann Schmidlap en hann notaðist við eldflaug í tveimur hlutum. Lítil eldflaug var fest á stærri eldflaug. Stærri eldflaugin bar þá litlu upp í loftið en þegar hún brann út hélt sú litla áfram. Þannig náði hann að koma eldflaug sinni hærra á loft og auka sjónarspil flugelda sinna.

Robert H. Goddard við hlið eldflaugar sinnar sem skotið var á loft hinn 16. mars árið 1926.

Þróun eldflauga hélt áfram næstu aldir, sérstaklega var framlag breska vísindamannsins Sir Isaac Newton (1642-1727) mikilsvert en þrjú lögmál hans um hreyfingu skipuðu þar stóran sess. Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. fóru menn að láta sig dreyma um geimferðir. Það var svo árið 1903 sem rússneski kennarinn Konstantin Tsiolkovsky (1857-1935) birti hugmyndir sínar um að bæði drægni og hraða eldflauga mætti bæta með notkun vökvadrifinna efna (e. liquid propellant). Bandaríski vísindamaðurinn Robert H. Goddard (1882-1945) varð fyrstur til þess að smíða og skjóta á loft vökvadrifinni eldflaug hinn 16. mars árið 1926. Sú flaug var einungis á lofti í 2,5 sekúndur, fór 12,5 metra upp í loft og lenti 56 metrum frá upphafsstað. Ekki er talið líklegt að Goddard hafi fengið veður af hugmyndum Konstantin Tsiolkovsky þegar hann hóf að rannsaka eldflaugar um 1912.

Eldflaug af gerðinni V-2 skotið á loft sumarið 1943. Myndin er tekin 4 sekúndum eftir að henni var skotið á loft.

Í seinni heimsstyrjöldinni þróuðu Þjóðverjar eldflaug sem var kölluð V-2. Eldflaugin var notuð sem vopn gegn Bandamönnum en á hana var settur sprengjuoddur. Hinn 20. júní 1944 var eldflaugin prófuð með því að skjóta henni beint upp í loft. Eldflaugin varð þar með fyrsti manngerði hluturinn til að fara út fyrir andrúmsloft jarðar og út í geim. Það var svo hinn 4. október árið 1957 sem Sovétmenn sendu gervihnöttinn Spútnik 1 á sporbaug um jörðu. Gervihnettinum var þá skotið á loft með eldflaug. Um mánuði síðar, 3. nóvember, var tíkin Laika send út í geim af Sovétmönnum í Spútnik 2 en hún lést þar. Fyrsta geimfarinu var skotið á loft hinn 12. apríl 1961 en um borð var geimfarinn Júríj Alexejevítsj Gagarín (1934-1968) og var hann því fyrstur manna til að fara út í geim. Hann sneri heilu og höldnu til baka til jarðarinnar.

Þróun eldflauga og geimfara hefur verið gríðarleg á þessari og síðustu öld. Hér sést eldflaug skjóta geimfarinu Atlantis út í geim.

Nú þegar rúm hálf öld er liðin síðan fyrsti maðurinn fór út í geim hefur þróun eldflauga og geimfara verið gríðarleg. Menn hafa verið sendir til tunglsins, fjölda gervitungla hefur verið skotið á loft á braut um jörðu, geimfarar hafast við í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS), auk þess að geimför hafa verið send út fyrir endimörk sólkerfisins, svo fátt eitt sé nefnt!

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.11.2016

Spyrjandi

5. VRG Álfhólsskóli

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72935.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2016, 25. nóvember). Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72935

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72935>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?
Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Í fornu rómversku riti segir að Grikkinn Archytas hafi um 400 f.Kr. látið einhver konar viðarfugl „fljúga“ með því að festa hann á þráð og skjóta honum áfram með aðstoð gufu. Um hreyfingu eldflauga er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?

Fyrstu eiginlegu eldflaugina má hins vegar rekja aftur til fyrri hluta 13. aldar en þar voru Kínverjar að verki. Þeir fylltu hólk, sem lokaður var í annan endann, með púðri og festu á stöng. Til að koma eldflauginni á stað var kveikt í púðrinu. Líkja mætti eldflaugunum við flugeldarakettur. Eldflaugarnar notuðu þeir í átökum sínum við Mongóla.

Fyrsut eldflaugar Kínverja hafa ef til vill verið keimlíkar rakettum nútímans.

Í kjölfarið tóku Mongólar sjálfir að smíða eldflaugar en notkun þeirra breiddist svo út vestur á bóginn. Árið 1267 skrifaði enski munkurinn Roger Bacon um púður. Hann er oft talinn faðir púðursins þar sem hann bætti kraft þess töluvert. Á 16. öld var komið að hinum þýska flugeldasmiði Johann Schmidlap en hann notaðist við eldflaug í tveimur hlutum. Lítil eldflaug var fest á stærri eldflaug. Stærri eldflaugin bar þá litlu upp í loftið en þegar hún brann út hélt sú litla áfram. Þannig náði hann að koma eldflaug sinni hærra á loft og auka sjónarspil flugelda sinna.

Robert H. Goddard við hlið eldflaugar sinnar sem skotið var á loft hinn 16. mars árið 1926.

Þróun eldflauga hélt áfram næstu aldir, sérstaklega var framlag breska vísindamannsins Sir Isaac Newton (1642-1727) mikilsvert en þrjú lögmál hans um hreyfingu skipuðu þar stóran sess. Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. fóru menn að láta sig dreyma um geimferðir. Það var svo árið 1903 sem rússneski kennarinn Konstantin Tsiolkovsky (1857-1935) birti hugmyndir sínar um að bæði drægni og hraða eldflauga mætti bæta með notkun vökvadrifinna efna (e. liquid propellant). Bandaríski vísindamaðurinn Robert H. Goddard (1882-1945) varð fyrstur til þess að smíða og skjóta á loft vökvadrifinni eldflaug hinn 16. mars árið 1926. Sú flaug var einungis á lofti í 2,5 sekúndur, fór 12,5 metra upp í loft og lenti 56 metrum frá upphafsstað. Ekki er talið líklegt að Goddard hafi fengið veður af hugmyndum Konstantin Tsiolkovsky þegar hann hóf að rannsaka eldflaugar um 1912.

Eldflaug af gerðinni V-2 skotið á loft sumarið 1943. Myndin er tekin 4 sekúndum eftir að henni var skotið á loft.

Í seinni heimsstyrjöldinni þróuðu Þjóðverjar eldflaug sem var kölluð V-2. Eldflaugin var notuð sem vopn gegn Bandamönnum en á hana var settur sprengjuoddur. Hinn 20. júní 1944 var eldflaugin prófuð með því að skjóta henni beint upp í loft. Eldflaugin varð þar með fyrsti manngerði hluturinn til að fara út fyrir andrúmsloft jarðar og út í geim. Það var svo hinn 4. október árið 1957 sem Sovétmenn sendu gervihnöttinn Spútnik 1 á sporbaug um jörðu. Gervihnettinum var þá skotið á loft með eldflaug. Um mánuði síðar, 3. nóvember, var tíkin Laika send út í geim af Sovétmönnum í Spútnik 2 en hún lést þar. Fyrsta geimfarinu var skotið á loft hinn 12. apríl 1961 en um borð var geimfarinn Júríj Alexejevítsj Gagarín (1934-1968) og var hann því fyrstur manna til að fara út í geim. Hann sneri heilu og höldnu til baka til jarðarinnar.

Þróun eldflauga og geimfara hefur verið gríðarleg á þessari og síðustu öld. Hér sést eldflaug skjóta geimfarinu Atlantis út í geim.

Nú þegar rúm hálf öld er liðin síðan fyrsti maðurinn fór út í geim hefur þróun eldflauga og geimfara verið gríðarleg. Menn hafa verið sendir til tunglsins, fjölda gervitungla hefur verið skotið á loft á braut um jörðu, geimfarar hafast við í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS), auk þess að geimför hafa verið send út fyrir endimörk sólkerfisins, svo fátt eitt sé nefnt!

Heimildir:

Myndir:

...