Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?

Ulrika Andersson

Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blöndunni súrefni. Hún verður því sérlega eldfim þar sem hún þarf ekki að fá súrefnið úr loftinu eins og venjulegast er við bruna. Þegar kviknar í púðrinu verður sprenging og hiti og ljós myndast.

Í dag nota flugeldaframleiðendur önnur og kraftmeiri efni en Kínverjarnir forðum. Sterkja, sykur og efni sem unnin eru úr jarðolíu eru notuð sem eldsneyti og efnið kalínklórat (e. potassium chlorate) er notað í staðinn fyrir saltpétur. Kalínklórat er miklu viðkvæmara en saltpétur.

Á nítjándu öld var farið að búa til rauða og græna flugelda, en bláir og fjólubláir flugeldar þróuðust ekki fyrr en á tuttugustu öldinni.

Yfirleitt eru flugeldar búnir til úr tveimur aðskildum hylkjum. Annað er fyllt með grófu púðri sem er notað til að skjóta flugeldinum upp í loftið en í hinu er fíngert púður sem veldur sprengingu eftir að flugeldurinn er kominn á loft. Í seinna hylkinu eru einnig efni sem mynda liti þegar þau eru hituð upp. Kveikiþráður flugeldsins kemur fyrst inn í hylkið með grófa púðrinu sem brennur hratt en springur ekki. Þegar púðrið brennur myndast heitt gas sem streymir út í gegnum lítið rör. Við þetta myndast mikill lyftikraftur og flugeldurinn skýst upp í loft. Eldurinn sem myndast þegar grófa púðrið brennur kveikir svo í öðrum kveikiþræði. Hann logar eins lengi og það tekur flugeldinn að ná réttri hæð. Þessi kveikiþráður kveikir svo í púðri sem er fínt og létt pakkað og þá verður sprenging.

Litadýrð flugelda fæst með því að setja ýmiskonar málmflögur í púðrið. Í upphafi voru allir flugeldar hvítir á litinn og var þá sett duft af áli eða magnesíni út í púðrið. Þau efni verða mjög björt og glóandi þegar þau hitna. Síðar voru notaðar stál- eða járnflögur til að framkalla gula liti. Flestir litir sem hægt er að skoða í dag þróuðust á nítjándu og tuttugastu öld. Fyrir nítjándu öldina voru aðeins framleiddir flugeldar sem voru hvítir, gulir eða appelsínugulir á litinn. Á nítjándu öld var farið að búa til rauða og græna flugelda, en bláir og fjólubláir flugeldar þróuðust ekki fyrr en á tuttugustu öldinni.

Nú á dögum er algengt að í flugeldum sé duft eða flögur úr áli, járni, stáli, sinki eða magnesíni. Þessi efni mynda mjög bjarta, glampandi og glitrandi neista. Auk þess eru oft notuð málmsölt eins og til dæmis koparklóríð, kalsínklóríð eða barínklórið. Kopar gefur bláan lit, kalsín appelsínugulan lit og barín grænan. Efnið natrín gefur gulan lit og litín rauðan.

Nú á dögum er algengt að í flugeldum sé duft eða flögur úr áli, járni, stáli, sinki eða magnesíni. Þessi efni mynda mjög bjarta, glampandi og glitrandi neista.

Þessi efni eru blönduð með púðri og síðan gerðar kúlur í baunastærð úr blöndunni. Kúlurnar eru settar í hylkið með fíngerða púðrinu. Þegar kviknar í púðrinu og flugeldurinn springur kviknar einnig í þessum kúlum og þær dreifast glóandi um loftið. Í stórum flugeldum geta verið um hundrað svona kúlur. Útlit flugeldsins fer eftir því hvernig púðrinu og kúlunum hefur verið raðað í hylkið.

Heimild:

Myndir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

29.4.2002

Spyrjandi

Jóhann Guðmundsson,
Ólafur Freyr,
Eyþór Örn Eggertsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2341.

Ulrika Andersson. (2002, 29. apríl). Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2341

Ulrika Andersson. „Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2341>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?
Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blöndunni súrefni. Hún verður því sérlega eldfim þar sem hún þarf ekki að fá súrefnið úr loftinu eins og venjulegast er við bruna. Þegar kviknar í púðrinu verður sprenging og hiti og ljós myndast.

Í dag nota flugeldaframleiðendur önnur og kraftmeiri efni en Kínverjarnir forðum. Sterkja, sykur og efni sem unnin eru úr jarðolíu eru notuð sem eldsneyti og efnið kalínklórat (e. potassium chlorate) er notað í staðinn fyrir saltpétur. Kalínklórat er miklu viðkvæmara en saltpétur.

Á nítjándu öld var farið að búa til rauða og græna flugelda, en bláir og fjólubláir flugeldar þróuðust ekki fyrr en á tuttugustu öldinni.

Yfirleitt eru flugeldar búnir til úr tveimur aðskildum hylkjum. Annað er fyllt með grófu púðri sem er notað til að skjóta flugeldinum upp í loftið en í hinu er fíngert púður sem veldur sprengingu eftir að flugeldurinn er kominn á loft. Í seinna hylkinu eru einnig efni sem mynda liti þegar þau eru hituð upp. Kveikiþráður flugeldsins kemur fyrst inn í hylkið með grófa púðrinu sem brennur hratt en springur ekki. Þegar púðrið brennur myndast heitt gas sem streymir út í gegnum lítið rör. Við þetta myndast mikill lyftikraftur og flugeldurinn skýst upp í loft. Eldurinn sem myndast þegar grófa púðrið brennur kveikir svo í öðrum kveikiþræði. Hann logar eins lengi og það tekur flugeldinn að ná réttri hæð. Þessi kveikiþráður kveikir svo í púðri sem er fínt og létt pakkað og þá verður sprenging.

Litadýrð flugelda fæst með því að setja ýmiskonar málmflögur í púðrið. Í upphafi voru allir flugeldar hvítir á litinn og var þá sett duft af áli eða magnesíni út í púðrið. Þau efni verða mjög björt og glóandi þegar þau hitna. Síðar voru notaðar stál- eða járnflögur til að framkalla gula liti. Flestir litir sem hægt er að skoða í dag þróuðust á nítjándu og tuttugastu öld. Fyrir nítjándu öldina voru aðeins framleiddir flugeldar sem voru hvítir, gulir eða appelsínugulir á litinn. Á nítjándu öld var farið að búa til rauða og græna flugelda, en bláir og fjólubláir flugeldar þróuðust ekki fyrr en á tuttugustu öldinni.

Nú á dögum er algengt að í flugeldum sé duft eða flögur úr áli, járni, stáli, sinki eða magnesíni. Þessi efni mynda mjög bjarta, glampandi og glitrandi neista. Auk þess eru oft notuð málmsölt eins og til dæmis koparklóríð, kalsínklóríð eða barínklórið. Kopar gefur bláan lit, kalsín appelsínugulan lit og barín grænan. Efnið natrín gefur gulan lit og litín rauðan.

Nú á dögum er algengt að í flugeldum sé duft eða flögur úr áli, járni, stáli, sinki eða magnesíni. Þessi efni mynda mjög bjarta, glampandi og glitrandi neista.

Þessi efni eru blönduð með púðri og síðan gerðar kúlur í baunastærð úr blöndunni. Kúlurnar eru settar í hylkið með fíngerða púðrinu. Þegar kviknar í púðrinu og flugeldurinn springur kviknar einnig í þessum kúlum og þær dreifast glóandi um loftið. Í stórum flugeldum geta verið um hundrað svona kúlur. Útlit flugeldsins fer eftir því hvernig púðrinu og kúlunum hefur verið raðað í hylkið.

Heimild:

Myndir:

...