Í þurru lofti er 78% nitur og 21% súrefni. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru mikilvægar jörðinni. Það er ekki lofthjúpur utan um allar reikistjörnur. Ef reikistjörnur eru litlar og léttar ná þær ekki að halda lofti að sér. Sameindir loftsins fjúka þá bara út í geiminn. Á Merkúríusi, sem er innsta reikistjarna sólkerfisins, er enginn lofthjúpur. Þar er mikill hiti og agnir lofthjúpsins fá mikla orku og hraða og rjúka því út í geiminn. Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða efni eru í lofthjúpi jarðar? af Stjörnufræðivef
- Hvaðan kom hafið? eftir Sigurð Steinþórsson
- Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur? eftir ÞV
- Wired Science. Sótt 18.3.2011.
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.