Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?

Árni Geir Rúnarsson, Elías Snær Torfason, Ingi Þór Ólafsson og NHH

Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orðið rokk frekar víða skírskotun og margt sem það er notað um á lítið sameiginlegt með því rokki og róli sem og rokkabillí sem það spratt upp úr. Rokk og ról hafði mikil menningarleg áhrif um miðbik 20. aldar ekki aðeins í tónlist heldur einnig í mótun á lífsstíl ungu kynslóðarinnar.

Guðmóðirin Sister Rosetta Tharpe.

Það er nokkuð erfitt að segja hver sé nákvæmlega móðir og faðir rokksins en mörg nöfn eru þar nefnd til sögunnar. Sú kona sem segja mætti að gegni þar ákveðnu móðurhlutverki er Sister Rosetta Tharpe sem er oft kölluð „guðmóðir rokksins“. Tharpe var bandarísk söngkona, lagahöfundur og gítarleikari sem náði miklum vinsældum á fjórða og fimmta áratugnum en sum stef gospeltónlistar hennar mætti kalla undanfara rokk og róls-stílsins. Tharpe, sem var þekkt sem „upprunalega sálarsystirin“, átti smellinn „Rock me“ árið 1942 en pistlahöfundur tímaritsins Billboard, Maurie Orodenker, notaði frasann rokk og ról til þess að lýsa upptakti laga á borð við „Rock me“.

Sister Rosetta Tharpe hafði mikil áhrif á þá sem mætti nefna feður rokksins, tónlistarmenn á borð við Elvis Presley og Little Richard. Sá sem var einna áhrifamestur í að þróa rokk og ról var án efa Chuck Berry sem fæddist 1926 í St. Louis í Missouri-fylki. Berry var áhrifamikill sviðslistamaður og átti ríkan þátt í vinsældum rokksins með því að syngja um líf ungmenna og hina vaxandi neyslumenningu Bandaríkjanna. Annar frægur upphafsmaður rokksins er Bill Haley úr The Bill Haley and his Comets sem á fræga smelli á borð við „Rock around the clock“.

Chuck Berry hress að vanda.

Sá sem er eflaust einna þekktastur af upphafsmönnum rokksins nefnist Elvis Presley og fæddist í Tupelo í Mississippi árið 1935. Elvis er oft kallaður „Kóngurinn“ sem vísar til stöðu hans innan rokk og rólsins. Hann hóf feril sinn árið 1954 hjá Sun Records sem átti stóran þátt í að koma svörtum tónlistarstíl til breiðari hóps í Bandaríkjunum, til dæmis í gegnum rokk og ról kóngsins.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

24.6.2013

Síðast uppfært

23.3.2017

Spyrjandi

Fríða Hansen, f. 1995

Tilvísun

Árni Geir Rúnarsson, Elías Snær Torfason, Ingi Þór Ólafsson og NHH. „Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64344.

Árni Geir Rúnarsson, Elías Snær Torfason, Ingi Þór Ólafsson og NHH. (2013, 24. júní). Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64344

Árni Geir Rúnarsson, Elías Snær Torfason, Ingi Þór Ólafsson og NHH. „Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64344>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?
Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orðið rokk frekar víða skírskotun og margt sem það er notað um á lítið sameiginlegt með því rokki og róli sem og rokkabillí sem það spratt upp úr. Rokk og ról hafði mikil menningarleg áhrif um miðbik 20. aldar ekki aðeins í tónlist heldur einnig í mótun á lífsstíl ungu kynslóðarinnar.

Guðmóðirin Sister Rosetta Tharpe.

Það er nokkuð erfitt að segja hver sé nákvæmlega móðir og faðir rokksins en mörg nöfn eru þar nefnd til sögunnar. Sú kona sem segja mætti að gegni þar ákveðnu móðurhlutverki er Sister Rosetta Tharpe sem er oft kölluð „guðmóðir rokksins“. Tharpe var bandarísk söngkona, lagahöfundur og gítarleikari sem náði miklum vinsældum á fjórða og fimmta áratugnum en sum stef gospeltónlistar hennar mætti kalla undanfara rokk og róls-stílsins. Tharpe, sem var þekkt sem „upprunalega sálarsystirin“, átti smellinn „Rock me“ árið 1942 en pistlahöfundur tímaritsins Billboard, Maurie Orodenker, notaði frasann rokk og ról til þess að lýsa upptakti laga á borð við „Rock me“.

Sister Rosetta Tharpe hafði mikil áhrif á þá sem mætti nefna feður rokksins, tónlistarmenn á borð við Elvis Presley og Little Richard. Sá sem var einna áhrifamestur í að þróa rokk og ról var án efa Chuck Berry sem fæddist 1926 í St. Louis í Missouri-fylki. Berry var áhrifamikill sviðslistamaður og átti ríkan þátt í vinsældum rokksins með því að syngja um líf ungmenna og hina vaxandi neyslumenningu Bandaríkjanna. Annar frægur upphafsmaður rokksins er Bill Haley úr The Bill Haley and his Comets sem á fræga smelli á borð við „Rock around the clock“.

Chuck Berry hress að vanda.

Sá sem er eflaust einna þekktastur af upphafsmönnum rokksins nefnist Elvis Presley og fæddist í Tupelo í Mississippi árið 1935. Elvis er oft kallaður „Kóngurinn“ sem vísar til stöðu hans innan rokk og rólsins. Hann hóf feril sinn árið 1954 hjá Sun Records sem átti stóran þátt í að koma svörtum tónlistarstíl til breiðari hóps í Bandaríkjunum, til dæmis í gegnum rokk og ról kóngsins.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

...