Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 213 svör fundust
Hvar er mamma?
Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðinga...
Er ungt að vera 11 ára móðir?
Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spu...
Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan?
Orðasambandið að eggja e-n lögeggjan kemur þegar fyrir í fornu máli. Merkingin var að 'hvetja e-n mjög til að gera e-ð en fara þó að lögum'. Þekktasta dæmið mun vera úr Njáls sögu (98. kafla). "Eggjar móðir vor oss nú lögeggjan," sagði Skarphéðinn Njálsson þegar Bergþóra móðir hans hvatti hann til að fara að lögum...
Hvaðan koma orðin amma og afi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan koma orðin AMMA og AFI? Hafa þau einhverja þýðingu aðra en þá, sem almennt er þekkt? Orðin amma 'föður- eða móðurmóðir' og afi 'föður- eða móðurmóðir' eru afar gömul og þekkjast í mörgum indóevrópskum málum þótt merkingin sé ekki alltaf hin sama. Í fornháþýsku merkti amm...
Er arfgengt að eignast tvíbura?
Hér er einnig svar við spurningunni:Eru líkurnar á að eignast tvíbura meiri ef það eru margir tvíburar í ætt föðurins eða veltur það eingöngu á ætt móðurinnar? Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja, sem er mun algengara. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu...
Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?
Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krab...
Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?
Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samf...
Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku?
Orðin mamma og pabbi teljast til svokallaðra hjalorða, það er orða sem myndast snemma í munni barna þegar þau hjala. Rótin í orðinu mamma þekkist í flestum indóevrópskum málum. Í fornindversku var til orðið m sem merkti 'móðir'. Í sama máli merkti mm 'móðursystir'. Í fornpersnesku voru til orðin mm, mma og mam í m...
Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?
Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...
Hefur kærasti móður minnar rétt á að hirða af mér eign/ir? Hefur þessi aðili einhverja löglega stjórn yfir mér?
Ef móðir fer ein með forsjá barns en tekur svo upp skráða sambúð með kærasta sínum, fær hann einnig forsjá yfir barninu eftir að sambúðin hefur staðið í eitt ár, samanber 3. mgr. 29. gr. barnalaga nr. 76/2003. Forsjá sambúðarforeldrisins varir þó aðeins á meðan á sambúðinni stendur, samanber þó 2. mgr. 30. gr. bar...
Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?
Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...
Hvernig erfist litur á feldi tófunnar?
Upprunalega spurningin hjóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um erfðafræði íslenska melrakkans, til dæmis hvernig litarhaft erfist? Einnig hvort tófan hefur blandast alaskaref/silfurref. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að skýra út tvö algeng hugtök í erfðafræðinni, svipgerð (e. phenotype) og arfgerð (...
Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?
Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...
Geta tveir einstaklingar farið í erfðapróf og fengið að vita hvort þeir séu samfeðra?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við erum tvö sem erum búin að vera að spá hvort við eigum sama pabbann, við erum nokkuð viss en langar að fá að vita það 100%. Það er ekki mikil hjálp frá mömmu hans þar sem hún vill ekkert segja og pabbi minn eða okkar segir lítið. Okkur finnst mjög dýrt að borga nærri 300 þú...
Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?
Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé ‘rétt’. Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust. Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hor...