Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samfélagsgerð þessara heimshluta.

Ein undirstaða menningar og samfélags manna eru tjáskipti. Maðurinn ræður yfir tungumáli sem getur tjáð flóknar hugmyndir og hann nýtir sér einnig ýmis önnur tákn og táknkerfi til að miðla þekkingu og koma skilaboðum til skila án orða. Líkami manna er oft hentugur efniviður í slík tákn og þá ekki síst sá sýnilegi munur sem er á líkömum kvenna og karla. Sá munur hefur með ýmsum hætti verið notaður til að tákngera mun á stöðu og hlutverki kynjanna í samfélaginu.

Sýnilegur munur á líkömum karla og kvenna hefur með ýmsum hætti verið notaður til að tákngera mun á stöðu og hlutverki kynjanna í samfélaginu.

Meginreglan þegar táknkerfi eru annars vegar er sú að sérhver menning býr sér til sinn eigin táknheim og verður að lesa merkingu táknanna í samhengi þeirra hvert við annað og þann menningarlega veruleika sem þau finnast innan. Þannig tíðkast það til dæmis sums staðar á Papúa Nýju-Gíneu að karlar hylja reður sinn í eins konar hulstri sem verður lengra eftir því sem þeir eldast og hafa meiri völd – eða þar til hulstrið nær upp á viðbein og er bundið utan um hálsinn. Mannfræðingar hafa lesið í táknrænu þessa siðs þannig, að með honum sé mikilvægi karla sem feðra áréttað - það er þeirra að búa til börnin en ekki kvenna eins og talið var í þessum samfélögum. Jafnframt er lengd reðurhulstursins sýnilegt tákn um stöðu karlsins í samfélaginu þannig að enginn þarf að velkjast í vafa um það í daglegu lífi hver hann er. Þarna er reðurinn bæði hulinn og gerður sýnilegur og þessi tákngerving karllíkamans kemur ákveðnum skilaboðum til skila í samfélaginu.

Sums staðar á Papúa Nýju-Gíneu hylja karlar reður sinn í eins konar hulstri sem verður lengra eftir því sem þeir eldast og hafa meiri völd.

Sama gildir um brjóst kvenna; það hvort þau eru hulin, gerð áberandi eða einfaldlega ber kemur ákveðnum skilaboðum til skila og speglar menningarlegar hugmyndir. Þótt meginreglan sé sú eins og áður segir að lesa í slíka táknrænu út frá hverju samfélagi fyrir sig þá beita mannfræðingar einnig þvermenningarlegum samanburði og bera saman þýðingu ákveðinna tákna í ólíkum samfélögum. Sé slíkum samanburði beitt þá má lesa í táknrænu brjósta og hvernig þau eru "sett fram" í almannarýminu á ýmsa vegu. Ein aðferð við lesturinn og til að skilja hvers vegna brjóst kvenna eru hulin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku er að tengja brjóstin við móðurhlutverkið, þýðinu þess í samfélaginu og hvernig það hlutverk markar stöðu kvenna.

Brjóst kvenna eru afar hentugt tákn fyrir móðurhlutverkið. Það er almenn vitneskja í sérhverju samfélagi að konur en ekki karlar fæða börn og hafa þau á brjósti og því er þessi líkamshluti kvenna kjörinn til að tákna móðurhlutverkið. Á Vesturlöndum er þetta hlutverk kvenna rómað og af flestum talið eðlilegt og sjálfsagt, jafnvel heilagt. Eða eins og Ragnar Bjarnason syngur við texta Ágústs Böðvarssonar:

Hið göfugasta í lífi okkar er,
sú ást sem móðir ber til sinna barna

Ef móðurhlutverkið er svona mikilvægt á Vesturlöndum hvers vegna eru brjóst kvenna sem tákn þessa hlutverks þá hulin? Af hverju eru þau ekki einmitt öllum sýnileg? Til þess að leita skýringa á því verðum við að skoða samfélagsskipanina í samfélögum Vesturlanda og hvernig hún hefur þróast. Við iðnbyltinguna urðu þáttaskil í skipulagi þessara samfélaga. Skilin á milli einkarýmisins, heimilanna, og almannarýmisins, þess félagslega rýmis sem er utan heimilanna, urðu miklu mun skarpari. Atvinnurekstur fluttist út af heimilum inn í verksmiðjur og aðra vinnustaði í almannarýminu og heimilin sem áður voru bæði vinnustaðir og það rými sem börn ólust upp í urðu að sífellt einangraðra einkarými. Karlinn fór gjarnan út í almannarýmið og sótti björg í bú en þær konur, sem það gátu af efnahagsástæðum, voru heima og sinntu þar heimilisstörfum og barnauppeldi. Móðurhlutverkið varð því ekki eins sýnilegt og áður og um leið var lögð meiri áhersla á að hylja brjóst kvenna með blússum og kjólum allt upp undir höku. Það sást þó móta fyrir brjóstunum, oft undir þröngum blússum. Menn vissu að brjóstin voru þar rétt eins og menn vissu að konur ólu upp börn sín inni á heimilunum, en hvort tveggja var hulið augliti almennings.

Þannig speglar sú staðreynd að brjóst kvenna eru hulin á Vesturlöndum, ríkjandi hugmyndir um konur í þessum samfélögum.

Þannig speglar sú staðreynd að brjóst kvenna eru hulin á Vesturlöndum, ríkjandi hugmyndir um konur í þessum samfélögum. Staða þeirra er inni á heimilinu; þar sinna þær hinu mikilvæga móðurhlutverki og, eins og kvenfrelsissinnar fyrr og síðar hafa bent á, þá er eins að það hlutverk sé ekki tekið með í reikninginn í almannarýminu, það er ósýnilegt eins og brjóstin. Jafnframt, eins og gerist með reðurhulstrin á Papúa Nýju-Gíneu, er mikilvægi brjóstanna og þar með móðurhlutverksins undirstrikað með því að hylja brjóstin um leið og klæðnaðurinn gefur skýr skilaboð, nú nýlega með Wonderbra-brjóstahöldum, um að þau eru þarna og segja til um kynbundna stöðu kvenna.

Sé litið aftur fyrir iðnbyltingu allt aftur til Forn-Grikkja og kventískan á Vesturlöndum skoðuð í gegnum aldirnar sjáum við að brjóst kvenna eru mun sýnilegri. Þau eru ýmist ber, hálfhulin eða þeim nærri lyft upp úr flegnum blússum. Fyrir iðnbyltingu var móðurhlutverkið mun sýnilegra og sömuleiðis brjóst kvenna. Sama gildir um þau samfélög Afríku þar sem konur hylja ekki brjóst sín. Móðurhlutverkið er ekki síður mikilvægt þar en á Vesturlöndunm en því er að stórum hluta sinnt í almannarýminu og skilin á milli þess og einkarýmisins eru ekki nándar nærri eins skörp. Sýnileiki brjóstanna speglar því sýnileika móðurhlutverksins. Einnig er þess að gæta að í mörgum samfélögum Afríku eru konur ekki einar um að ala upp börn sín heldur er það í verkahring stærri hóps ættingja og nágranna, kvenna jafnt sem karla. Móðurhlutverkið þarf því ekki að afmarka stöðu kvenna þar eins og það gerir á Vesturlöndum og brjóstin hafa því ekki sama táknræna gildið í þessu samhengi. Í slíkum samfélögum skiptir því ekki eins miklu máli að hylja brjóstin og undirstrika með því stöðu kvenna “inni á heimilunum” eins og á Vesturlöndum.

Myndir:

Höfundur

prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

18.7.2005

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. „Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5139.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. (2005, 18. júlí). Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5139

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. „Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?
Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samfélagsgerð þessara heimshluta.

Ein undirstaða menningar og samfélags manna eru tjáskipti. Maðurinn ræður yfir tungumáli sem getur tjáð flóknar hugmyndir og hann nýtir sér einnig ýmis önnur tákn og táknkerfi til að miðla þekkingu og koma skilaboðum til skila án orða. Líkami manna er oft hentugur efniviður í slík tákn og þá ekki síst sá sýnilegi munur sem er á líkömum kvenna og karla. Sá munur hefur með ýmsum hætti verið notaður til að tákngera mun á stöðu og hlutverki kynjanna í samfélaginu.

Sýnilegur munur á líkömum karla og kvenna hefur með ýmsum hætti verið notaður til að tákngera mun á stöðu og hlutverki kynjanna í samfélaginu.

Meginreglan þegar táknkerfi eru annars vegar er sú að sérhver menning býr sér til sinn eigin táknheim og verður að lesa merkingu táknanna í samhengi þeirra hvert við annað og þann menningarlega veruleika sem þau finnast innan. Þannig tíðkast það til dæmis sums staðar á Papúa Nýju-Gíneu að karlar hylja reður sinn í eins konar hulstri sem verður lengra eftir því sem þeir eldast og hafa meiri völd – eða þar til hulstrið nær upp á viðbein og er bundið utan um hálsinn. Mannfræðingar hafa lesið í táknrænu þessa siðs þannig, að með honum sé mikilvægi karla sem feðra áréttað - það er þeirra að búa til börnin en ekki kvenna eins og talið var í þessum samfélögum. Jafnframt er lengd reðurhulstursins sýnilegt tákn um stöðu karlsins í samfélaginu þannig að enginn þarf að velkjast í vafa um það í daglegu lífi hver hann er. Þarna er reðurinn bæði hulinn og gerður sýnilegur og þessi tákngerving karllíkamans kemur ákveðnum skilaboðum til skila í samfélaginu.

Sums staðar á Papúa Nýju-Gíneu hylja karlar reður sinn í eins konar hulstri sem verður lengra eftir því sem þeir eldast og hafa meiri völd.

Sama gildir um brjóst kvenna; það hvort þau eru hulin, gerð áberandi eða einfaldlega ber kemur ákveðnum skilaboðum til skila og speglar menningarlegar hugmyndir. Þótt meginreglan sé sú eins og áður segir að lesa í slíka táknrænu út frá hverju samfélagi fyrir sig þá beita mannfræðingar einnig þvermenningarlegum samanburði og bera saman þýðingu ákveðinna tákna í ólíkum samfélögum. Sé slíkum samanburði beitt þá má lesa í táknrænu brjósta og hvernig þau eru "sett fram" í almannarýminu á ýmsa vegu. Ein aðferð við lesturinn og til að skilja hvers vegna brjóst kvenna eru hulin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku er að tengja brjóstin við móðurhlutverkið, þýðinu þess í samfélaginu og hvernig það hlutverk markar stöðu kvenna.

Brjóst kvenna eru afar hentugt tákn fyrir móðurhlutverkið. Það er almenn vitneskja í sérhverju samfélagi að konur en ekki karlar fæða börn og hafa þau á brjósti og því er þessi líkamshluti kvenna kjörinn til að tákna móðurhlutverkið. Á Vesturlöndum er þetta hlutverk kvenna rómað og af flestum talið eðlilegt og sjálfsagt, jafnvel heilagt. Eða eins og Ragnar Bjarnason syngur við texta Ágústs Böðvarssonar:

Hið göfugasta í lífi okkar er,
sú ást sem móðir ber til sinna barna

Ef móðurhlutverkið er svona mikilvægt á Vesturlöndum hvers vegna eru brjóst kvenna sem tákn þessa hlutverks þá hulin? Af hverju eru þau ekki einmitt öllum sýnileg? Til þess að leita skýringa á því verðum við að skoða samfélagsskipanina í samfélögum Vesturlanda og hvernig hún hefur þróast. Við iðnbyltinguna urðu þáttaskil í skipulagi þessara samfélaga. Skilin á milli einkarýmisins, heimilanna, og almannarýmisins, þess félagslega rýmis sem er utan heimilanna, urðu miklu mun skarpari. Atvinnurekstur fluttist út af heimilum inn í verksmiðjur og aðra vinnustaði í almannarýminu og heimilin sem áður voru bæði vinnustaðir og það rými sem börn ólust upp í urðu að sífellt einangraðra einkarými. Karlinn fór gjarnan út í almannarýmið og sótti björg í bú en þær konur, sem það gátu af efnahagsástæðum, voru heima og sinntu þar heimilisstörfum og barnauppeldi. Móðurhlutverkið varð því ekki eins sýnilegt og áður og um leið var lögð meiri áhersla á að hylja brjóst kvenna með blússum og kjólum allt upp undir höku. Það sást þó móta fyrir brjóstunum, oft undir þröngum blússum. Menn vissu að brjóstin voru þar rétt eins og menn vissu að konur ólu upp börn sín inni á heimilunum, en hvort tveggja var hulið augliti almennings.

Þannig speglar sú staðreynd að brjóst kvenna eru hulin á Vesturlöndum, ríkjandi hugmyndir um konur í þessum samfélögum.

Þannig speglar sú staðreynd að brjóst kvenna eru hulin á Vesturlöndum, ríkjandi hugmyndir um konur í þessum samfélögum. Staða þeirra er inni á heimilinu; þar sinna þær hinu mikilvæga móðurhlutverki og, eins og kvenfrelsissinnar fyrr og síðar hafa bent á, þá er eins að það hlutverk sé ekki tekið með í reikninginn í almannarýminu, það er ósýnilegt eins og brjóstin. Jafnframt, eins og gerist með reðurhulstrin á Papúa Nýju-Gíneu, er mikilvægi brjóstanna og þar með móðurhlutverksins undirstrikað með því að hylja brjóstin um leið og klæðnaðurinn gefur skýr skilaboð, nú nýlega með Wonderbra-brjóstahöldum, um að þau eru þarna og segja til um kynbundna stöðu kvenna.

Sé litið aftur fyrir iðnbyltingu allt aftur til Forn-Grikkja og kventískan á Vesturlöndum skoðuð í gegnum aldirnar sjáum við að brjóst kvenna eru mun sýnilegri. Þau eru ýmist ber, hálfhulin eða þeim nærri lyft upp úr flegnum blússum. Fyrir iðnbyltingu var móðurhlutverkið mun sýnilegra og sömuleiðis brjóst kvenna. Sama gildir um þau samfélög Afríku þar sem konur hylja ekki brjóst sín. Móðurhlutverkið er ekki síður mikilvægt þar en á Vesturlöndunm en því er að stórum hluta sinnt í almannarýminu og skilin á milli þess og einkarýmisins eru ekki nándar nærri eins skörp. Sýnileiki brjóstanna speglar því sýnileika móðurhlutverksins. Einnig er þess að gæta að í mörgum samfélögum Afríku eru konur ekki einar um að ala upp börn sín heldur er það í verkahring stærri hóps ættingja og nágranna, kvenna jafnt sem karla. Móðurhlutverkið þarf því ekki að afmarka stöðu kvenna þar eins og það gerir á Vesturlöndum og brjóstin hafa því ekki sama táknræna gildið í þessu samhengi. Í slíkum samfélögum skiptir því ekki eins miklu máli að hylja brjóstin og undirstrika með því stöðu kvenna “inni á heimilunum” eins og á Vesturlöndum.

Myndir:

...