Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?

Halldór Gunnar Haraldsson

Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu.

Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta foreldrar gert samkomulag sín í milli um sameiginlega forsjá þegar barn fæðist utan sambúðar eða hjúskapar. Þá má einnig, samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laganna, fela föður forsjá barns óski hann þess, enda þyki sú forsjárskipan koma barni best. Við úrlausn máls samkvæmt þessari grein skal meðal annars tekið tillit til tengsla barns við föður. Með þessari undantekningarreglu er einkum höfð í huga sú aðstaða þegar barn hefur í reynd dvalist að verulegu leyti hjá föður, eða að móður er ekki treystandi fyrir uppeldi barnsins. Faðirinn verður að hafa uppi sérstaka kröfu um forsjána.

Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. barnalaga er meginreglan sú að dómstólar leysi úr forsjármáli, en aðilar geta samið um að dómsmálaráðuneytið leysi úr máli. Algengara er að dómstólar leysi úr forsjármálum enda þykir sú málsmeðferð vandaðri og betur við hæfi þegar um svo mikilvæga hagsmuni er að ræða. Efnisúrlausn í forsjárdeilum er mjög matskennd en þó verður úrlausnaraðili ávallt að gæta nokkurra meginsjónarmiða sem mótast hafa í réttarframkvæmd. Ber þar hæst það sjónarmið að leysa skuli úr máli eftir því sem barni er fyrir bestu, samanber 1. málslið 2. mgr. 34. gr. barnalaga. Af þessu sjónarmiði leiðir að hagsmunir barnsins skulu settir ofar hagsmunum foreldranna.

Önnur meginsjónarmið eru í fyrsta lagi að taka skal mið af persónulegum eiginleikum foreldris, til dæmis andlegu og líkamlegu heilbrigði, skapgerð og aldri. Í annan stað skal taka mið af persónulegum högum og ytri aðstæðum foreldris og tilfinningalegum tengslum foreldra við barn. Í þriðja lagi er almennt talið að forðast beri að sundra systkinahópi ef unnt er að komast hjá því. Í fjórða lagi skal forðast miklar umhverfisbreytingar hjá börnum. Í fimmta lagi skal taka mið af afstöðu barnsins sjálfs.

Í sjötta og síðasta lagi var það lengi ríkjandi sjónarmið að barn ætti fremur að vera hjá móður sinni en föður. Þetta sjónarmið ber að forðast með tilliti til 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar sem segir að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. En þá má auðvitað spyrja hvort meginregla 2. mgr. 30. gr. barnalaga nr. 20/1992 um að móðir fái að öllu jöfnu forsjá yfir barni sem fæðist utan hjúskapar eða sambúðar sé ekki einmitt angi af þessu gamla sjónarmiði og andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig hefur ekki verið litið á málið hingað til en í ljósi nýstárlegra túlkana á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem nú færast í vöxt er aldrei að vita hvað síðar verður.

Höfundur

Útgáfudagur

26.1.2001

Spyrjandi

Helga Dögg Sverrisdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1300.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 26. janúar). Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1300

Halldór Gunnar Haraldsson. „Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1300>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?
Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu.

Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta foreldrar gert samkomulag sín í milli um sameiginlega forsjá þegar barn fæðist utan sambúðar eða hjúskapar. Þá má einnig, samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laganna, fela föður forsjá barns óski hann þess, enda þyki sú forsjárskipan koma barni best. Við úrlausn máls samkvæmt þessari grein skal meðal annars tekið tillit til tengsla barns við föður. Með þessari undantekningarreglu er einkum höfð í huga sú aðstaða þegar barn hefur í reynd dvalist að verulegu leyti hjá föður, eða að móður er ekki treystandi fyrir uppeldi barnsins. Faðirinn verður að hafa uppi sérstaka kröfu um forsjána.

Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. barnalaga er meginreglan sú að dómstólar leysi úr forsjármáli, en aðilar geta samið um að dómsmálaráðuneytið leysi úr máli. Algengara er að dómstólar leysi úr forsjármálum enda þykir sú málsmeðferð vandaðri og betur við hæfi þegar um svo mikilvæga hagsmuni er að ræða. Efnisúrlausn í forsjárdeilum er mjög matskennd en þó verður úrlausnaraðili ávallt að gæta nokkurra meginsjónarmiða sem mótast hafa í réttarframkvæmd. Ber þar hæst það sjónarmið að leysa skuli úr máli eftir því sem barni er fyrir bestu, samanber 1. málslið 2. mgr. 34. gr. barnalaga. Af þessu sjónarmiði leiðir að hagsmunir barnsins skulu settir ofar hagsmunum foreldranna.

Önnur meginsjónarmið eru í fyrsta lagi að taka skal mið af persónulegum eiginleikum foreldris, til dæmis andlegu og líkamlegu heilbrigði, skapgerð og aldri. Í annan stað skal taka mið af persónulegum högum og ytri aðstæðum foreldris og tilfinningalegum tengslum foreldra við barn. Í þriðja lagi er almennt talið að forðast beri að sundra systkinahópi ef unnt er að komast hjá því. Í fjórða lagi skal forðast miklar umhverfisbreytingar hjá börnum. Í fimmta lagi skal taka mið af afstöðu barnsins sjálfs.

Í sjötta og síðasta lagi var það lengi ríkjandi sjónarmið að barn ætti fremur að vera hjá móður sinni en föður. Þetta sjónarmið ber að forðast með tilliti til 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar sem segir að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. En þá má auðvitað spyrja hvort meginregla 2. mgr. 30. gr. barnalaga nr. 20/1992 um að móðir fái að öllu jöfnu forsjá yfir barni sem fæðist utan hjúskapar eða sambúðar sé ekki einmitt angi af þessu gamla sjónarmiði og andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig hefur ekki verið litið á málið hingað til en í ljósi nýstárlegra túlkana á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem nú færast í vöxt er aldrei að vita hvað síðar verður.

...