Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ungt að vera 11 ára móðir?

MBS

Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn?. Nánar má svo lesa um tíðir og tíðahring kvenna í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar?.

Á Ljosmodir.is er að finna viðamiklar upplýsingar um meðgöngu, fæðingar og sængurlegu. Þar má sérstaklega benda á upplýsingar fyrir ungar konur á meðgöngu. Einnig má finna greinar um meðgöngu og fæðingu ásamt spjallþráðum á Doktor.is. Þar eru einnig upplýsingar um kynlíf, samlíf og umönnun barna ásamt sérstakri upplýsingasíðu fyrir unglinga sem kallast Hvað er málið? Félag læknanema heldur svo úti síðunni Astradur.is þar sem finna má góðar upplýsingar um forvarnir og þungun og þau úrræði sem í boði eru.

Félagsleg hjálp og stuðningskerfi eru í boði fyrir ungar mæður. Í Hinu Húsinu er hægt að fá upplýsingar um þá aðstoð sem ungar mæður geta fengið og einnig er þar starfræktur stuðningshópur.

Í svari sínu við spurningunni Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi? fjallar Sóley S. Bender um áhrif kynlífs fyrir kynþroska. Nánari fróðleik um ungt fólk og kynlíf má svo einnig finna í eftirfarandi svari Sóleyjar S. Bender Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?, en einnig getur verið fróðlegt að lesa svarið við spurningunni Hver er samræðisaldur á Íslandi? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

19.4.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

MBS. „Er ungt að vera 11 ára móðir?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5829.

MBS. (2006, 19. apríl). Er ungt að vera 11 ára móðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5829

MBS. „Er ungt að vera 11 ára móðir?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5829>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ungt að vera 11 ára móðir?
Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn?. Nánar má svo lesa um tíðir og tíðahring kvenna í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar?.

Á Ljosmodir.is er að finna viðamiklar upplýsingar um meðgöngu, fæðingar og sængurlegu. Þar má sérstaklega benda á upplýsingar fyrir ungar konur á meðgöngu. Einnig má finna greinar um meðgöngu og fæðingu ásamt spjallþráðum á Doktor.is. Þar eru einnig upplýsingar um kynlíf, samlíf og umönnun barna ásamt sérstakri upplýsingasíðu fyrir unglinga sem kallast Hvað er málið? Félag læknanema heldur svo úti síðunni Astradur.is þar sem finna má góðar upplýsingar um forvarnir og þungun og þau úrræði sem í boði eru.

Félagsleg hjálp og stuðningskerfi eru í boði fyrir ungar mæður. Í Hinu Húsinu er hægt að fá upplýsingar um þá aðstoð sem ungar mæður geta fengið og einnig er þar starfræktur stuðningshópur.

Í svari sínu við spurningunni Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi? fjallar Sóley S. Bender um áhrif kynlífs fyrir kynþroska. Nánari fróðleik um ungt fólk og kynlíf má svo einnig finna í eftirfarandi svari Sóleyjar S. Bender Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?, en einnig getur verið fróðlegt að lesa svarið við spurningunni Hver er samræðisaldur á Íslandi? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson....