Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er samræðisaldur á Íslandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hver er samræðisaldur á Íslandi og hvernig er lögunum háttað? (Vonandi ítarlegt svar.)
Rétt er að taka fram að hugtakið 'samræðisaldur' er ekki að finna í lögum en þar er að finna ýmis ákvæði um aldur einstaklinga og samræði. Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýtarlegt svar Sóleyjar Bender við spurningunni:Samkvæmt almennum hegningarlögum er það lögbrot að hafa samræði eða önnur kynferðismök við barn sem er yngra en 15 ára. Slíkt athæfi varðar fangelsi allt að 16 árum.

Ef einhver tælir ungmenni með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt til samræðis er aldursviðmiðið fjórum ára hærra, eða 18 ár. Við þess háttar broti er allt að 4 ára fangelsisvist. Það sama á við um einstakling sem greiðir fyrir samræði eða önnur kynferðismök. Allt að tveggja ára fangelsi er við slíku, ef sá sem fær borgunina er 18 ára eða yngri.

Hærra aldursviðmiðið á einnig við ef einhver hefur samræði við kjörbarn, stjúpbarn, fósturbarn eða ungmenni sem viðkomandi hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Þyngri viðurlög eru ef barnið er yngra en 16 ára.

Í almennu hegningarlögunum eru einnig skilgreind önnur tilfelli samræðis sem varða við lög þó að engin aldurstakmörk séu þar tilgreind. Þar á meðal er ef einhver þröngvar manni til samræðis með ofbeldi og ef umsjónarmenn eða starfsmenn í fangelsum, geðsjúkrahúsum, vistheimilum eða uppeldisstofnunum hafa samræði við vistmann á stofnunum.

Að lokum er vert að minnast á 199. grein almennu hegningarlaganna en þar segir orðrétt að
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Viðurlög eru þess vegna við því að eiga samræði við einhvern ef hann eða hún heldur ranglega að aðilar séu í hjónabandi eða sambúð. Það sama gildir ef menn villa á sér heimildir og telja hinum aðilanum trú um að hann eigi mök við einhvern annan en raunin er á.

Blekkingarleikur af þessu tagi er einnig til umræðu í hjúskaparlögum en þar segir að hægt sé að ógilda hjúskap ef menn komast að því hinn aðilinn hafi komið því til að eiga sig með því að villa vísvitandi á sér heimildir.

Slík ógilding getur þó aðeins farið fram innan þriggja ára frá því að hjónavígslan fór fram, enda má telja víst að á þeim tíma hafi menn áttað sig á því hvort þeir stofnuðu til hjúskapar með einhverjum allt öðrum en þeir ætluðu sér í upphafi.

Um þetta atriði má meðal annars lesa í svari við spurningunni:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.8.2003

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er samræðisaldur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3683.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 26. ágúst). Hver er samræðisaldur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3683

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er samræðisaldur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3683>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er samræðisaldur á Íslandi?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hver er samræðisaldur á Íslandi og hvernig er lögunum háttað? (Vonandi ítarlegt svar.)
Rétt er að taka fram að hugtakið 'samræðisaldur' er ekki að finna í lögum en þar er að finna ýmis ákvæði um aldur einstaklinga og samræði. Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýtarlegt svar Sóleyjar Bender við spurningunni:Samkvæmt almennum hegningarlögum er það lögbrot að hafa samræði eða önnur kynferðismök við barn sem er yngra en 15 ára. Slíkt athæfi varðar fangelsi allt að 16 árum.

Ef einhver tælir ungmenni með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt til samræðis er aldursviðmiðið fjórum ára hærra, eða 18 ár. Við þess háttar broti er allt að 4 ára fangelsisvist. Það sama á við um einstakling sem greiðir fyrir samræði eða önnur kynferðismök. Allt að tveggja ára fangelsi er við slíku, ef sá sem fær borgunina er 18 ára eða yngri.

Hærra aldursviðmiðið á einnig við ef einhver hefur samræði við kjörbarn, stjúpbarn, fósturbarn eða ungmenni sem viðkomandi hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Þyngri viðurlög eru ef barnið er yngra en 16 ára.

Í almennu hegningarlögunum eru einnig skilgreind önnur tilfelli samræðis sem varða við lög þó að engin aldurstakmörk séu þar tilgreind. Þar á meðal er ef einhver þröngvar manni til samræðis með ofbeldi og ef umsjónarmenn eða starfsmenn í fangelsum, geðsjúkrahúsum, vistheimilum eða uppeldisstofnunum hafa samræði við vistmann á stofnunum.

Að lokum er vert að minnast á 199. grein almennu hegningarlaganna en þar segir orðrétt að
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Viðurlög eru þess vegna við því að eiga samræði við einhvern ef hann eða hún heldur ranglega að aðilar séu í hjónabandi eða sambúð. Það sama gildir ef menn villa á sér heimildir og telja hinum aðilanum trú um að hann eigi mök við einhvern annan en raunin er á.

Blekkingarleikur af þessu tagi er einnig til umræðu í hjúskaparlögum en þar segir að hægt sé að ógilda hjúskap ef menn komast að því hinn aðilinn hafi komið því til að eiga sig með því að villa vísvitandi á sér heimildir.

Slík ógilding getur þó aðeins farið fram innan þriggja ára frá því að hjónavígslan fór fram, enda má telja víst að á þeim tíma hafi menn áttað sig á því hvort þeir stofnuðu til hjúskapar með einhverjum allt öðrum en þeir ætluðu sér í upphafi.

Um þetta atriði má meðal annars lesa í svari við spurningunni:...