Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Sóley S. Bender

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við hæfi.

Ýmsar rannsóknir á kynlífi á meðgöngu og eftir barnsburð hafa skoðað tíðni kynmaka. Meðalfjöldi kynmaka er oft mældur yfir ákveðið tímabil og gjarnan mælt í vikum og mánuðum. Nýleg rannsókn á 600 konum sem komu í mæðraeftirlit í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sýndi að áður en þungun varð höfðu konurnar kynmök að meðaltali um 2,5 sinnum á viku og á fyrsta hluta meðgöngu um 2,0 sinnum á viku.1 Í ísraelskri rannsókn kom fram að fyrir þungun höfðu 83% kvenna (meðalaldur 27,8 ár) kynmök oftar en einu sinni í viku, 16% á bilinu einu sinni í viku til einu sinni í mánuði og 1% sjaldnar en einu sinni í mánuði. 2 Rannsóknir hafa að jafnaði sýnt hærri tíðni kynmaka (2-3 sinnum á viku) hjá fólki á tvítugsaldri en þeim sem eldri eru.3

Niðurstöður rannsókna á kynlífi á meðgöngu gefa til kynna að tíðni kynmaka minnki eftir því sem nær dregur fæðingu.1, 4 Fjöldi kynmaka segir hins vegar ekkert til um hvers eðlis kynmökin eru, það er hvort upplifun þeirra er til þess fallin að styrkja einstaklinginn eða mögulega brjóta hann niður andlega eða líkamlega. Engar rannsóknir fundust þar sem sérstaklega var skoðað samband á milli tíðni kynmaka og fósturmissis. Hins vegar sýndi rannsókn Bogren (1991) fram á að áhyggjur af því að samfarir sköðuðu barn á meðgöngu og jafnframt áhyggjur gagnvart heilbrigði barns við fæðingu tengdist minnkaðri kynlöngun.4

Að jafnaði er litið svo á að kynlíf á meðgöngu, sem er innan eðlilegra marka, sé ekki skaðlegt ef meðgangan er eðlileg. Hins vegar, ef einhver vandamál koma upp á meðgöngu eða hafa komið upp á fyrri meðgöngum, til dæmis fósturmissir, er meiri hætta á ferðum. Talið er að um 15-20% allra greindra þungana endi með fósturmissi en að þetta hlutfall sé líklega mun hærra af öllum þungunum, jafnvel allt að 50%.3,5

Að missa fóstur áður en það nær lífvænlegum þroska er einkum rakið til fósturgalla en ýmsir aðrir þættir geta líka orðið þess valdandi svo sem sýking eða annað sjúkdómsástand móður.6,7 Í sumum tilvikum er óvíst hvað veldur og spurning hvort kynlífshegðun, sem fer út fyrir ramma venjubundinna viðmiða, geti verið einn skýringarþáttur. Til þess að öðlast þær upplýsingar þyrfti að vinna að frekari rannsóknum á þessu sviði.

Heimildir:
  1. Sayle, A.E. o.fl. (2001). Sexual activity during late pregnancy and risk of preterm delivery. Obstetrics and Gynecology, 97(2), 283-289.
  2. Hart, J., Cohen, E., Gingold, A. og Homburg, R. (1991). Sexual behaviour in pregnancy: A Study of 219 women. Journal of Sex Education and Therapy, 17(2), 86-90.
  3. Hyde, J.S. og DeLamater, J.D. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: McGraw Hill.
  4. Bogren, L.Y. (1991). Changes in sexuality in women and men during pregnancy. Archives of Sexual Behavior, 20(1), 35-45.
  5. March of Dimes - Miscarriage (sótt af vefnum 30. mars 2004).
  6. Kain, C. (1989). Maternal hemorrhagic disorder. Í J.M. Bobak, M.D. Jensen og M.K. Zalar. Maternity and gynecologi care, the nurse and the family. St´Louis: The C.V. Mosby Company.
  7. Benson, R.C. (Ritstj.). (1982). Current obstetric and gynaecologic diagnosis and treatment. Los Altos: Lange Medical Publications.

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

23.6.2004

Síðast uppfært

16.11.2023

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4366.

Sóley S. Bender. (2004, 23. júní). Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4366

Sóley S. Bender. „Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4366>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?
Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við hæfi.

Ýmsar rannsóknir á kynlífi á meðgöngu og eftir barnsburð hafa skoðað tíðni kynmaka. Meðalfjöldi kynmaka er oft mældur yfir ákveðið tímabil og gjarnan mælt í vikum og mánuðum. Nýleg rannsókn á 600 konum sem komu í mæðraeftirlit í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sýndi að áður en þungun varð höfðu konurnar kynmök að meðaltali um 2,5 sinnum á viku og á fyrsta hluta meðgöngu um 2,0 sinnum á viku.1 Í ísraelskri rannsókn kom fram að fyrir þungun höfðu 83% kvenna (meðalaldur 27,8 ár) kynmök oftar en einu sinni í viku, 16% á bilinu einu sinni í viku til einu sinni í mánuði og 1% sjaldnar en einu sinni í mánuði. 2 Rannsóknir hafa að jafnaði sýnt hærri tíðni kynmaka (2-3 sinnum á viku) hjá fólki á tvítugsaldri en þeim sem eldri eru.3

Niðurstöður rannsókna á kynlífi á meðgöngu gefa til kynna að tíðni kynmaka minnki eftir því sem nær dregur fæðingu.1, 4 Fjöldi kynmaka segir hins vegar ekkert til um hvers eðlis kynmökin eru, það er hvort upplifun þeirra er til þess fallin að styrkja einstaklinginn eða mögulega brjóta hann niður andlega eða líkamlega. Engar rannsóknir fundust þar sem sérstaklega var skoðað samband á milli tíðni kynmaka og fósturmissis. Hins vegar sýndi rannsókn Bogren (1991) fram á að áhyggjur af því að samfarir sköðuðu barn á meðgöngu og jafnframt áhyggjur gagnvart heilbrigði barns við fæðingu tengdist minnkaðri kynlöngun.4

Að jafnaði er litið svo á að kynlíf á meðgöngu, sem er innan eðlilegra marka, sé ekki skaðlegt ef meðgangan er eðlileg. Hins vegar, ef einhver vandamál koma upp á meðgöngu eða hafa komið upp á fyrri meðgöngum, til dæmis fósturmissir, er meiri hætta á ferðum. Talið er að um 15-20% allra greindra þungana endi með fósturmissi en að þetta hlutfall sé líklega mun hærra af öllum þungunum, jafnvel allt að 50%.3,5

Að missa fóstur áður en það nær lífvænlegum þroska er einkum rakið til fósturgalla en ýmsir aðrir þættir geta líka orðið þess valdandi svo sem sýking eða annað sjúkdómsástand móður.6,7 Í sumum tilvikum er óvíst hvað veldur og spurning hvort kynlífshegðun, sem fer út fyrir ramma venjubundinna viðmiða, geti verið einn skýringarþáttur. Til þess að öðlast þær upplýsingar þyrfti að vinna að frekari rannsóknum á þessu sviði.

Heimildir:
  1. Sayle, A.E. o.fl. (2001). Sexual activity during late pregnancy and risk of preterm delivery. Obstetrics and Gynecology, 97(2), 283-289.
  2. Hart, J., Cohen, E., Gingold, A. og Homburg, R. (1991). Sexual behaviour in pregnancy: A Study of 219 women. Journal of Sex Education and Therapy, 17(2), 86-90.
  3. Hyde, J.S. og DeLamater, J.D. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: McGraw Hill.
  4. Bogren, L.Y. (1991). Changes in sexuality in women and men during pregnancy. Archives of Sexual Behavior, 20(1), 35-45.
  5. March of Dimes - Miscarriage (sótt af vefnum 30. mars 2004).
  6. Kain, C. (1989). Maternal hemorrhagic disorder. Í J.M. Bobak, M.D. Jensen og M.K. Zalar. Maternity and gynecologi care, the nurse and the family. St´Louis: The C.V. Mosby Company.
  7. Benson, R.C. (Ritstj.). (1982). Current obstetric and gynaecologic diagnosis and treatment. Los Altos: Lange Medical Publications.
...