Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast eiga sérstaka skúffu á heimilinu sem er full af stökum sokkum af ýmsum litum og gerðum. Þeir sem eru í miklum vandræðum út af þessu geta fylgt leiðbeiningum hér og búið til kanínur úr stöku sokkunum sínum. Margir hafa sent okkur myndir af sokkaskúffum sínum en því miður hefur ekki fengist leyfi hjá Persónuvernd til að birta myndirnar. Allir spyrjendur tiltaka að þeim detti aldrei í hug að ganga í sokkum sem eru ekki eins, og ætti það að vera verðugt rannsóknarefni fyrir mannfræðinga framtíðarinnar.

Við athugun í helstu gagnasöfnum á Netinu hefur komið í ljós að sokkahvarfið er alþjóðlegt vandamál. Hvarfið tengist nær alltaf nútíma þvottavélum og þurrkurum en eftir þvott og þurrkun standa einhverra hluta vegna oft stakir sokkar eftir.



Einn af lesendum Vísindavefsins í miklum vandræðum!

Merkasta rannsókn um sokkahvörf birtist í vefritinu The St. Louis Beacon en það tímarit hefur einnig birt fróðlega grein um lykkjuföll og göt á sokkabuxum sem eru stærri en 4 cm í þvermál. Rannsóknin leiðir í ljós að ónotaðir sokkar hverfa aldrei. Sokkar týnast ekki á leiðinni frá upprunastað (það er hrúgunni með óhreina þvottinum) og að þvottavélinni. Engar líkur eru á því að sokkar sogist inni í göt á þvottavélum. Eina tilgátan sem ekki fékkst leyfi til að prófa var hvort sokkarnir kæmust á einhvern hátt á bak við tromluna í þurrkaranum. Sá sem framkvæmdi rannsóknina mætti mikilli andstöðu hjá konu sinni þegar hann ætlaði að skrúfa bæði þvottavél og þurrkara í sundur.

Þótt málið sé erfitt viðfangs frá sjónarmiði vísindanna hefur verið sett fram ein tilgáta sem getur þó aðeins skýrt hluta af vandanum. Hún er sú að aldrei týnist tveir sokkar í einu. Þessi tilgáta er hrekjanleg í skilningi heimspekingsins Karls Poppers (1902-1996) og fullnægir þannig kröfu hans um að vera vísindaleg. Eða hefur þú, lesandi góður, nokkurn tímann heyrt um það að heilt par af notuðum sokkum, sem eru ekki festir saman, hafi týnst í einu lagi í þvotti? Við höfum meira að segja heyrt um sokkaframleiðendur sem hafa lagt stórfé í að þróa sokka sem hefðu þennan eiginleika, að týnast annaðhvort báðir eða hvorugur, en það hefur ekki tekist ennþá. Hins vegar er talið að sá sem verði fyrstur á markaðinn með slíka sokka muni leggja undir sig markaðinn á svipstundu -- og öðlast heimsfrægð um leið.

En að svo stöddu getum við aðeins gefið lesendum eftirfarandi ráð: Alltaf skulu sokkar settir í pörum í þvottavélina. Það eykur líkurnar verulega á því að sokkar komi aftur út í pörum. Þetta má til dæmis gera með því að næla sokkana saman, setja þá í sérstaka poka fyrir þvott eða nota bráðsniðuga uppfinningu sem kallast sokkaklemma. Upplýsingar um sokkaklemmurnar eru til taks hér og við bendum lesendum sérstaklega á fróðlegt myndskeið efst til hægri á síðunni sem sýnir rétta notkun þeirra. En af því að við erum Vísindavefur og ekki vettvangur auglýsinga bendum við á að þarna eru engar upplýsingar um það að sokkaklemmur geta líka týnst!

Ennfremur ráðleggjum við þeim sem eiga í miklum vandræðum með sokkana sína að að setja ekkert annað en sokka í þvottavélina þegar þvegið er. Þá er alveg öruggt að sokkarnir laumist ekki inn í aðrar flíkur og týnist þar.

Að lokum er vert að minnast á óbrigðult ráð til að leysa sokkavandann. Það felst í því að eiga bara sokka af sömu tegund og halda alltaf staka sokknum til haga þegar einn hefur týnst. Þá er hægt að leika skemmtilegan leik þegar tveir sokkar hafa týnst, nefnilega að mynda par úr stöku sokkunum tveimur!

Sokkaáhugafólk ætti einnig að kynna sér svar við öðru vandamáli sem Vísindavefurinn hefur fjallað um á föstudegi, það er að segja sokkahárin.

Mynd: Sockclip.com. Sótt 17. 4. 2009.

Útgáfudagur

17.4.2009

Spyrjandi

Kristjana Breiðfjörð
Inga Óskarsdóttir
Róbert Arinbjarnarson
Svavar Guðmundsson
Guðrún Finnsdóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21467.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 17. apríl). Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21467

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21467>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?
Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast eiga sérstaka skúffu á heimilinu sem er full af stökum sokkum af ýmsum litum og gerðum. Þeir sem eru í miklum vandræðum út af þessu geta fylgt leiðbeiningum hér og búið til kanínur úr stöku sokkunum sínum. Margir hafa sent okkur myndir af sokkaskúffum sínum en því miður hefur ekki fengist leyfi hjá Persónuvernd til að birta myndirnar. Allir spyrjendur tiltaka að þeim detti aldrei í hug að ganga í sokkum sem eru ekki eins, og ætti það að vera verðugt rannsóknarefni fyrir mannfræðinga framtíðarinnar.

Við athugun í helstu gagnasöfnum á Netinu hefur komið í ljós að sokkahvarfið er alþjóðlegt vandamál. Hvarfið tengist nær alltaf nútíma þvottavélum og þurrkurum en eftir þvott og þurrkun standa einhverra hluta vegna oft stakir sokkar eftir.



Einn af lesendum Vísindavefsins í miklum vandræðum!

Merkasta rannsókn um sokkahvörf birtist í vefritinu The St. Louis Beacon en það tímarit hefur einnig birt fróðlega grein um lykkjuföll og göt á sokkabuxum sem eru stærri en 4 cm í þvermál. Rannsóknin leiðir í ljós að ónotaðir sokkar hverfa aldrei. Sokkar týnast ekki á leiðinni frá upprunastað (það er hrúgunni með óhreina þvottinum) og að þvottavélinni. Engar líkur eru á því að sokkar sogist inni í göt á þvottavélum. Eina tilgátan sem ekki fékkst leyfi til að prófa var hvort sokkarnir kæmust á einhvern hátt á bak við tromluna í þurrkaranum. Sá sem framkvæmdi rannsóknina mætti mikilli andstöðu hjá konu sinni þegar hann ætlaði að skrúfa bæði þvottavél og þurrkara í sundur.

Þótt málið sé erfitt viðfangs frá sjónarmiði vísindanna hefur verið sett fram ein tilgáta sem getur þó aðeins skýrt hluta af vandanum. Hún er sú að aldrei týnist tveir sokkar í einu. Þessi tilgáta er hrekjanleg í skilningi heimspekingsins Karls Poppers (1902-1996) og fullnægir þannig kröfu hans um að vera vísindaleg. Eða hefur þú, lesandi góður, nokkurn tímann heyrt um það að heilt par af notuðum sokkum, sem eru ekki festir saman, hafi týnst í einu lagi í þvotti? Við höfum meira að segja heyrt um sokkaframleiðendur sem hafa lagt stórfé í að þróa sokka sem hefðu þennan eiginleika, að týnast annaðhvort báðir eða hvorugur, en það hefur ekki tekist ennþá. Hins vegar er talið að sá sem verði fyrstur á markaðinn með slíka sokka muni leggja undir sig markaðinn á svipstundu -- og öðlast heimsfrægð um leið.

En að svo stöddu getum við aðeins gefið lesendum eftirfarandi ráð: Alltaf skulu sokkar settir í pörum í þvottavélina. Það eykur líkurnar verulega á því að sokkar komi aftur út í pörum. Þetta má til dæmis gera með því að næla sokkana saman, setja þá í sérstaka poka fyrir þvott eða nota bráðsniðuga uppfinningu sem kallast sokkaklemma. Upplýsingar um sokkaklemmurnar eru til taks hér og við bendum lesendum sérstaklega á fróðlegt myndskeið efst til hægri á síðunni sem sýnir rétta notkun þeirra. En af því að við erum Vísindavefur og ekki vettvangur auglýsinga bendum við á að þarna eru engar upplýsingar um það að sokkaklemmur geta líka týnst!

Ennfremur ráðleggjum við þeim sem eiga í miklum vandræðum með sokkana sína að að setja ekkert annað en sokka í þvottavélina þegar þvegið er. Þá er alveg öruggt að sokkarnir laumist ekki inn í aðrar flíkur og týnist þar.

Að lokum er vert að minnast á óbrigðult ráð til að leysa sokkavandann. Það felst í því að eiga bara sokka af sömu tegund og halda alltaf staka sokknum til haga þegar einn hefur týnst. Þá er hægt að leika skemmtilegan leik þegar tveir sokkar hafa týnst, nefnilega að mynda par úr stöku sokkunum tveimur!

Sokkaáhugafólk ætti einnig að kynna sér svar við öðru vandamáli sem Vísindavefurinn hefur fjallað um á föstudegi, það er að segja sokkahárin.

Mynd: Sockclip.com. Sótt 17. 4. 2009....