Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1142 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?

Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...

category-iconLögfræði

Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?

Með alþjóðalögum er átt við reglur sem gilda í lögskiptum ríkja, það er samskiptum sem lúta ákvæðum laga. Einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana. Aðallega er því um að ræða ákvæði alþjóðasamninga, venjur og meginreglur. Ekkert eitt löggjafarþing setur reglurnar heldur eru þær settar af þeim...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?

Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?

Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er E. coli?

Enterohemoragísk E. coli (EHEC) sýking orsakast af Escherichia coli (E. coli) bakteríu, sem framleiðir ákveðna tegund eiturefnis (e. toxin) og á það sök á mörgum skaðlegum einkennum sýkingarinnar. EHEC-sýkingar hafa ekki verið stórt vandamál hérlendis en þónokkuð hefur borið á þeim í nágrannalöndum okkar. Uppruna ...

category-iconLandafræði

Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin ...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum?

Spurningin í fullri lengd var: Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum? Hvað með aðrar heimildir frá miðöldum? Á norðurljós er hvergi minnst með beinum hætti í Íslendingasögum, sem sumar hverjar fela þó í sér frásagnir af yfirnáttúrlegum eða óútskýrðum eldum. Meðal þeirra eru haugaeldar...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?

Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...

category-iconTölvunarfræði

Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku og hvenær varð fræðigreinin til? Elsta dæmi sem höfundar þessa svars hafa fundið um íslenska orðið gervigreind er í þýðingu Halldórs Halldórssonar á bók Noams Chomsky Mál og mannshugur, sem kom út á íslensku 1973.[1] Rithöfund...

category-iconHeimspeki

Er sálin til?

Hér verður byrjað á að gera greinarmun á tvenns konar hugmyndum um eðli (manns)sálarinnar, hvað það felur í sér að segja að hún sé til. Þá verður gerður greinarmunur á ferns konar hugmyndum um hvað tilheyrir sálinni. Reynt verður að koma helstu uppástungum sögunnar fyrir í kerfi sem vitaskuld er einföldun en vonan...

Fleiri niðurstöður