Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?

Þórhildur Hagalín

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin hafi verið fyrir þeirri ráðstöfun.

Greenwich-tíminn var tekinn upp sem staðaltími á Íslandi þann 7. apríl 1968 með staðfestingu Alþingis á lögum um tímareikning á Íslandi. Í fyrstu og einu grein laganna segir:

Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.

Í rúm sextíu ár á undan, frá árinu 1907, voru í gildi lög um samræmdan tíma á Íslandi sem kváðu á um að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma (GMT -1). Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Með lögum frá árinu 1917 varð heimilt að flýta klukkunni um allt að eina og hálfa klukkustund á sumrin. Var það gert á árunum 1917-1918 og 1939-1968.

Klukkan á myndinni er við Greenwich-stjörnustöðina og var líklega sú fyrsta sem sýndi opinberlega miðtíma Greenwich.

Í athugasemdum með frumvarpi til laganna um tímareikning frá 1968 kemur fram að frumvarpið hafi verið samið að fengnum tillögum stjarnfræðinganna dr. Trausta Einarssonar prófessors og dr. Þorsteins Sæmundssonar. Í greinargerð þeirra eru taldir upp eftirfarandi ókostir við þágildandi fyrirkomulag:

  1. Færsla klukkunnar tvisvar á ári veldur ruglingi á áætlunartímum flugvéla í millilandaflugi og er bæði flugfélögum og farþegum til ama.
  2. Tvisvar á ári verður að endurstilla allar stimpilklukkur og móðurklukkukerfi á landinu. Þetta verður að gerast á skömmum tíma og er mikið verk.
  3. Breytingarnar valda sífelldri rangtúlkun á hvers kyns tímatöflum svo sem flóðtöflum, sem út eru gefnar í almanökum.
  4. Ýmsar rannsóknir og mælingar, þar á meðal veðurathuganir, verða að fara fram á óbreyttum tímum árið um kring. Færsla klukkunnar raskar því vinnutilhögun á rannsóknarstofnunum og athugunarstöðvum og veldur stundum mistökum, jafnvel hjá æfðum starfsmönnum.
  5. Færsla klukkunnar raskar svefnvenjum margra, sérstaklega ungbarna. Eru kvartanir um þetta mjög algengar.

Niðurstaða höfunda greinargerðarinnar var sú að það væri ekki flýtta klukkan að sumrinu sem skapaði óþægindin heldur færsla klukkunnar fram og aftur tvisvar á ári. Lögðu þeir því til að vandinn yrði leystur með því að taka upp flýtta klukku allt árið. „Með því móti yrðu öll ofangreind vandamál úr sögunni, en kostir sumartímans yrðu varðveittir eftir sem áður.“ Til rökstuðnings því að taka upp flýtta klukku (GMT) á Íslandi árið um kring nefndu þeir eftirtalin atriði:

  1. Flýtt klukka gildir nú þegar meira en helming ársins (203-210 daga). [Frá fyrsta sunnudegi í apríl til fyrsta sunnudags í vetri].
  2. Flýtta klukkan samsvarar miðtíma Greenwich, sem einnig nefnist heimsmiðtími (Universal Time, Temps Universel) og hafður er til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum. Til dæmis má nefna, að í allri flugstjórn, innanlands sem utan, er miðað við þennan tíma bæði sumar og vetur...
  3. Breytingin myndi færa Ísland klukkutíma nær meginlandi Evrópu í tíma, og er það veigamikið atriði fyrr símasamband, þar eð verulegur munur er á vökutíma, og þá sérstaklega skrifstofutíma, dregur mjög úr notagildi símasambandsins...
  4. Dagsbirtan myndi nýtast enn betur. Með núgildandi reglum um sumartíma hefur tekizt að fækka myrkurstundum á vökutíma um 8 af hundraði. Sú tala hækkar í 11 af hundraði, ef flýtt klukka er notuð allt árið.

Einu neikvæðu áhrif breytinganna sem nefnd voru í greinargerðinni eru þau að birting yrði klukkutíma síðar að vetri til þannig að um lengra skeið enn ella yrði myrkur þegar fólk fer til vinnu og börn í skóla. Á móti því var tekið fram að birtustundin færðist yfir á síðari hluta dagsins þegar börn eru á leið úr skóla og umferð og slysahætta mikil.

Þess má geta að árið 1968, þegar tímareikningur á Íslandi var til endurskoðunar, voru reglur um sumartíma aðeins við lýði í sjö Evrópulöndum að Íslandi meðtöldu. Á árum fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar hafði hins vegar verið gripið til sumartímans sem neyðarráðstöfunar, til að spara dýrmætt eldsneyti, í nær öllum ríkjum Evrópu. Eins og fjallað er um í svari Evrópuvefsins við spurningunni Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið? var sumartími síðan tekinn upp aftur árið 1980 í öllum aðildarríkjum sambandsins.

Heimildir:

Ítarefni:

Mynd:

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

5.12.2014

Spyrjandi

Sveinn Arnar Nikulásson

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61545.

Þórhildur Hagalín. (2014, 5. desember). Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61545

Þórhildur Hagalín. „Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61545>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin hafi verið fyrir þeirri ráðstöfun.

Greenwich-tíminn var tekinn upp sem staðaltími á Íslandi þann 7. apríl 1968 með staðfestingu Alþingis á lögum um tímareikning á Íslandi. Í fyrstu og einu grein laganna segir:

Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.

Í rúm sextíu ár á undan, frá árinu 1907, voru í gildi lög um samræmdan tíma á Íslandi sem kváðu á um að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma (GMT -1). Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Með lögum frá árinu 1917 varð heimilt að flýta klukkunni um allt að eina og hálfa klukkustund á sumrin. Var það gert á árunum 1917-1918 og 1939-1968.

Klukkan á myndinni er við Greenwich-stjörnustöðina og var líklega sú fyrsta sem sýndi opinberlega miðtíma Greenwich.

Í athugasemdum með frumvarpi til laganna um tímareikning frá 1968 kemur fram að frumvarpið hafi verið samið að fengnum tillögum stjarnfræðinganna dr. Trausta Einarssonar prófessors og dr. Þorsteins Sæmundssonar. Í greinargerð þeirra eru taldir upp eftirfarandi ókostir við þágildandi fyrirkomulag:

  1. Færsla klukkunnar tvisvar á ári veldur ruglingi á áætlunartímum flugvéla í millilandaflugi og er bæði flugfélögum og farþegum til ama.
  2. Tvisvar á ári verður að endurstilla allar stimpilklukkur og móðurklukkukerfi á landinu. Þetta verður að gerast á skömmum tíma og er mikið verk.
  3. Breytingarnar valda sífelldri rangtúlkun á hvers kyns tímatöflum svo sem flóðtöflum, sem út eru gefnar í almanökum.
  4. Ýmsar rannsóknir og mælingar, þar á meðal veðurathuganir, verða að fara fram á óbreyttum tímum árið um kring. Færsla klukkunnar raskar því vinnutilhögun á rannsóknarstofnunum og athugunarstöðvum og veldur stundum mistökum, jafnvel hjá æfðum starfsmönnum.
  5. Færsla klukkunnar raskar svefnvenjum margra, sérstaklega ungbarna. Eru kvartanir um þetta mjög algengar.

Niðurstaða höfunda greinargerðarinnar var sú að það væri ekki flýtta klukkan að sumrinu sem skapaði óþægindin heldur færsla klukkunnar fram og aftur tvisvar á ári. Lögðu þeir því til að vandinn yrði leystur með því að taka upp flýtta klukku allt árið. „Með því móti yrðu öll ofangreind vandamál úr sögunni, en kostir sumartímans yrðu varðveittir eftir sem áður.“ Til rökstuðnings því að taka upp flýtta klukku (GMT) á Íslandi árið um kring nefndu þeir eftirtalin atriði:

  1. Flýtt klukka gildir nú þegar meira en helming ársins (203-210 daga). [Frá fyrsta sunnudegi í apríl til fyrsta sunnudags í vetri].
  2. Flýtta klukkan samsvarar miðtíma Greenwich, sem einnig nefnist heimsmiðtími (Universal Time, Temps Universel) og hafður er til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum. Til dæmis má nefna, að í allri flugstjórn, innanlands sem utan, er miðað við þennan tíma bæði sumar og vetur...
  3. Breytingin myndi færa Ísland klukkutíma nær meginlandi Evrópu í tíma, og er það veigamikið atriði fyrr símasamband, þar eð verulegur munur er á vökutíma, og þá sérstaklega skrifstofutíma, dregur mjög úr notagildi símasambandsins...
  4. Dagsbirtan myndi nýtast enn betur. Með núgildandi reglum um sumartíma hefur tekizt að fækka myrkurstundum á vökutíma um 8 af hundraði. Sú tala hækkar í 11 af hundraði, ef flýtt klukka er notuð allt árið.

Einu neikvæðu áhrif breytinganna sem nefnd voru í greinargerðinni eru þau að birting yrði klukkutíma síðar að vetri til þannig að um lengra skeið enn ella yrði myrkur þegar fólk fer til vinnu og börn í skóla. Á móti því var tekið fram að birtustundin færðist yfir á síðari hluta dagsins þegar börn eru á leið úr skóla og umferð og slysahætta mikil.

Þess má geta að árið 1968, þegar tímareikningur á Íslandi var til endurskoðunar, voru reglur um sumartíma aðeins við lýði í sjö Evrópulöndum að Íslandi meðtöldu. Á árum fyrri og seinni heimsstyrjaldarinnar hafði hins vegar verið gripið til sumartímans sem neyðarráðstöfunar, til að spara dýrmætt eldsneyti, í nær öllum ríkjum Evrópu. Eins og fjallað er um í svari Evrópuvefsins við spurningunni Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið? var sumartími síðan tekinn upp aftur árið 1980 í öllum aðildarríkjum sambandsins.

Heimildir:

Ítarefni:

Mynd:

...