Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1499 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?

Mafía er orð yfir leynileg glæpasamtök sem eiga rætur að rekja til Sikileyjar á miðöldum. Hugsanlegt er talið að mafían hafi í fyrstu verið stofnuð til að vinna gegn erlendum yfirráðum á eyjunni. Um aldamótin 1900 barst mafían til Bandaríkjanna með ítölskum innflytjendum sem voru tengdir glæpasamtökunum. Ýmsar...

category-iconFöstudagssvar

Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama? Verður bráðum jafnrétt að segja "mig langar" og "mér langar"? Önnur spurning um sama efni: Er því mögulegu að vera svo langt leiddum í þágufallssýki að öllu því sem manni mælir sé í þágufalli?Vísindavefurinn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær verður vöðvi kjöt?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?

Í orðinu lambslæri er um að ræða samsetningu þar sem fyrri liður stendur í eignarfalli eintölu. Í lambalæri gæti fyrri liður verið eignarfall fleirtölu eða orðið getur verið svokölluð bandstafssamsetning. Vel er hægt að fara í verslun og biðja um eitt lambslæri og tvö lambalæri. Ekkert er rangt við það en oftast b...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir lýsingarorðið óhultur og er líka hægt að vera hultur?

Lýsingarorðið óhultur merkir ‘öruggur, sá sem ekki er í hættu’ og eru elstu dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 18. öld í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Sama er að segja um lýsingarorðið hultur sem notað er í sömu merkingu. Aðeins óhultur er notað í latnesk-íslenskri orðabók Jóns Ár...

category-iconHugvísindi

Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?

Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur. Forliðurinn gegn- er notaður í...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?

Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...

category-iconHugvísindi

Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?

Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um g...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?

„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg? Spurning sem vaknaði í skötuveislu ársins. Nafnorðið hams ‘hamur, húð’ er í fleirtölu hamsar og notað um brúna bita sem verða eftir þegar mör er bræddur. Annað orð yfir sama er skræður. Margir kjósa að hafa þessa brúnu bita í viðbitinu me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?

Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt): Synir hans láta verpa haug virðulegan ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?

Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það? Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið leyfi?

Öll spurningin hljóðaði svona: LEYFI -- Hvaðan kemur þetta orð? Ég væri þakklát fyrir einhverja upplýsingu - fyrirfram þakkir - Vera Heimann í Hamburg/Þýskalandi. Nafnorðið leyfi er dregið af sögninni leyfa ‘gefa leyfi til, heimila einhverjum eitthvað’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:559) er bent á skyldleik...

Fleiri niðurstöður