Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg? Spurning sem vaknaði í skötuveislu ársins.Nafnorðið hams ‘hamur, húð’ er í fleirtölu hamsar og notað um brúna bita sem verða eftir þegar mör er bræddur. Annað orð yfir sama er skræður. Margir kjósa að hafa þessa brúnu bita í viðbitinu með saltfiski eða skötu en aðrir vilja feiti sína hreina og sía þá frá. Orðið hams er annars einkum notað í orðasambandinu að vera / verða heitt í hamsi ‘vera / verða æstur eða reiður’. Mynd:
- Skessuhorn, 13. árgangur 2010, 51. tölublað - Timarit.is. (Sótt 25.10.2017).