Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið hams merkir ‘hamur, húð’ en einnig ‘geðslag, yfirbragð’. Orðasambandið að vera/verða heitt í hamsi er notað um það er einhverjum hleypur kapp í kinn, einhver verður æstur yfir einhverju. Dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að verða heitt í hamsi eru frá fyrri hluta 20. aldar og sama er að segja um sambandið að hitna í hamsi. Einnig er sagt að einhverjum kólni eða hlýni í hamsi ef honum verður kalt eða heitt. Í þessum samböndum er þá verið að vísa til þess að við geðshræringu verður húðin oft heit, viðkomandi verður rauður í framan, eða hún verður köld og viðkomandi náfölur.


Þegar mönnum hitnar í hamsi verður húðin oft heit og viðkomandi verður rauður í framan.

Hams er notað í fleiri samböndum. Að halda hamsi merkir að halda holdum en horist maður eða skepna verður húðin oft slöpp. Að hýrna í hamsi merkir að komast í betra skap, að vera með hýran hams merkir að vera glaðlegur og að vera í góðum eða illum hamsi merkir að vera í góðu eða vondu skapi. Dæmi um hið síðasta eru þekkt frá 18. öld. Allt vísar þetta til þess að breyting verður á yfirbragðinu eftir geðslagi.

Hams er skylt orðinu hamur ‘húð, skinn’.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.3.2009

Spyrjandi

Þorvaldur Vestmann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51914.

Guðrún Kvaran. (2009, 16. mars). Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51914

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51914>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?
Orðið hams merkir ‘hamur, húð’ en einnig ‘geðslag, yfirbragð’. Orðasambandið að vera/verða heitt í hamsi er notað um það er einhverjum hleypur kapp í kinn, einhver verður æstur yfir einhverju. Dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að verða heitt í hamsi eru frá fyrri hluta 20. aldar og sama er að segja um sambandið að hitna í hamsi. Einnig er sagt að einhverjum kólni eða hlýni í hamsi ef honum verður kalt eða heitt. Í þessum samböndum er þá verið að vísa til þess að við geðshræringu verður húðin oft heit, viðkomandi verður rauður í framan, eða hún verður köld og viðkomandi náfölur.


Þegar mönnum hitnar í hamsi verður húðin oft heit og viðkomandi verður rauður í framan.

Hams er notað í fleiri samböndum. Að halda hamsi merkir að halda holdum en horist maður eða skepna verður húðin oft slöpp. Að hýrna í hamsi merkir að komast í betra skap, að vera með hýran hams merkir að vera glaðlegur og að vera í góðum eða illum hamsi merkir að vera í góðu eða vondu skapi. Dæmi um hið síðasta eru þekkt frá 18. öld. Allt vísar þetta til þess að breyting verður á yfirbragðinu eftir geðslagi.

Hams er skylt orðinu hamur ‘húð, skinn’.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...