Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu varðveitist -v- í orðasambandinu að loft sé lævi blandið og reyndar varðveitist þar einnig forn beyging sagnarinnar að blanda. Merkingin er að spenna sé í loftinu. Orðasambandið er fengið úr 25. erindi Völuspár:
Þá gengu regin öll

á rökstóla,

ginnheilög goð,

ok um þat gættuz,

hverir hefði lopt alt

lævi blandit

eða ætt jötuns

Óðs mey gefna.

Vísað er til þess er fram kemur í Gylfaginningu Snorra-Eddu að goðin ætluðu að borga smið einum (Loka) með Freyju, sól og mána fyrir að reisa borg mikla sem stæðist árás jötna. Í erindinu í Völusá spyrja goðin hvert annað hverjir hefðu fyllt loftið svikum með því að lofa að gefa sól og mána.

Ljóðlínurnar Surtur fer sunnan / með sviga lævi eru einnig fengnar úr Völuspá, 52. erindi. Með sviga er átt við sveigjanlega trjágrein og mein hennar er eldurinn enda var Surtur eldjötunn í undirheimum samkvæmt fornri norrænni trú.

- í orðinu lævísi vísar til svika og er sá sem er lævís undirförull, slóttugur.

Heimild:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.11.2010

Spyrjandi

Einar Hreiðarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2010, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57280.

Guðrún Kvaran. (2010, 18. nóvember). Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57280

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2010. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57280>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?
Nafnorðið merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu varðveitist -v- í orðasambandinu að loft sé lævi blandið og reyndar varðveitist þar einnig forn beyging sagnarinnar að blanda. Merkingin er að spenna sé í loftinu. Orðasambandið er fengið úr 25. erindi Völuspár:

Þá gengu regin öll

á rökstóla,

ginnheilög goð,

ok um þat gættuz,

hverir hefði lopt alt

lævi blandit

eða ætt jötuns

Óðs mey gefna.

Vísað er til þess er fram kemur í Gylfaginningu Snorra-Eddu að goðin ætluðu að borga smið einum (Loka) með Freyju, sól og mána fyrir að reisa borg mikla sem stæðist árás jötna. Í erindinu í Völusá spyrja goðin hvert annað hverjir hefðu fyllt loftið svikum með því að lofa að gefa sól og mána.

Ljóðlínurnar Surtur fer sunnan / með sviga lævi eru einnig fengnar úr Völuspá, 52. erindi. Með sviga er átt við sveigjanlega trjágrein og mein hennar er eldurinn enda var Surtur eldjötunn í undirheimum samkvæmt fornri norrænni trú.

- í orðinu lævísi vísar til svika og er sá sem er lævís undirförull, slóttugur.

Heimild:...