Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um gjugg í borg er úr blaðinu Heimskringlu frá 1929 og er það notað þar án nokkurrar skýringar. Borg í leikjum er vanalega notað um stað sem leikendur eru hólpnir fyrir andstæðingnum og er þá tilgangslaust að klukka, gjugga, þann sem þangað hefur komist. Líklegt er því að orðasambandið hafi borist hingað til lands með einhverjum leik.
Þessir krakkar hafa eflaust sitt orð yfir gjugg eða klukk.
Vel er einnig þekkt að leika við smábörn þannig að hendur er settar fyrir andlitið svo að barnið sjái ekki andlit þess sem leikur við það. Hendurnar eru síðan teknar frá andlitinu og sagt um leið „gjugg í borg“. Hvort þetta er íslenskur leikur skal ósagt látið.
Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989, 251) telur orðið hálfgildings hljóðgerving sem gæti verið tökuorð, komið hingað með leikjum. Hann tengir það helst nýnorsku sögninni gugga í merkingunni ‛stagast á’. Ef svo er gæti hugsunin að baki verið sú að í eltingaleik eru oftast nokkrir þátttakendur og sá sem er að reyna að ná til þeirra verður að kalla upp „gjugg“ í hvert skipti sem hann nær einhverjum.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56694.
Guðrún Kvaran. (2010, 12. ágúst). Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56694
Guðrún Kvaran. „Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56694>.