LEYFI -- Hvaðan kemur þetta orð? Ég væri þakklát fyrir einhverja upplýsingu - fyrirfram þakkir - Vera Heimann í Hamburg/Þýskalandi.Nafnorðið leyfi er dregið af sögninni leyfa ‘gefa leyfi til, heimila einhverjum eitthvað’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:559) er bent á skyldleika við færeysku loyva og nýnorsku løyva í sömu merkingu. Sögnin hefur ef til vill misst forskeytið uz-, saman ber gotnesku uslaubjan, fornensku ālíefan, fornháþýsku irlauben, nútímaþýsku erlauben. Íslenska orðsifjabók er hægt að nálgast á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með því að velja málið.is og síðan bókina. Mynd:
Útgáfudagur
19.11.2019
Spyrjandi
Vera Heimann
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið leyfi?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2019, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78073.
Guðrún Kvaran. (2019, 19. nóvember). Hvaðan kemur orðið leyfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78073
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið leyfi?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2019. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78073>.