Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í orðinu lambslæri er um að ræða samsetningu þar sem fyrri liður stendur í eignarfalli eintölu. Í lambalæri gæti fyrri liður verið eignarfall fleirtölu eða orðið getur verið svokölluð bandstafssamsetning. Vel er hægt að fara í verslun og biðja um eitt lambslæri og tvö lambalæri. Ekkert er rangt við það en oftast biðjum við um eitt lambalæri, eitt svínalæri, eitt kálfalæri. Orðið er þannig myndað: lamb-a-læri. A-ið er þar svokallaður bandstafur sem vel er þekktur í samsettum orðum. Önnur orð með -a- bandstaf eru til dæmis:

rusl-a-fatadót-a-kassidrasl-a-skápur

Í dæmunum eru fyrri liðirnir rusl, dót, drasl aðeins notaðir í eintölu og því getur a-ið ekki verið fleirtöluending.

Aðrir bandstafir í samsetningum eru i, u og s, til dæmis:

eld-i-viðursess-u-nauturleikfimi-s-kennari
kenn-i-maðurráð-u-nauturkeppni-s-grein
skell-i-hláturök-u-maðurathygli-s-verður
al-i-grís

Fleiri tengd svör:

Sjá frekar í:
  • Guðrún Kvaran. 2005. Íslensk tunga II. Bls. 155-156. Reykjavík, Almenna bókafélagið.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.8.2007

Spyrjandi

Hlynur Bárðarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6778.

Guðrún Kvaran. (2007, 28. ágúst). Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6778

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6778>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?
Í orðinu lambslæri er um að ræða samsetningu þar sem fyrri liður stendur í eignarfalli eintölu. Í lambalæri gæti fyrri liður verið eignarfall fleirtölu eða orðið getur verið svokölluð bandstafssamsetning. Vel er hægt að fara í verslun og biðja um eitt lambslæri og tvö lambalæri. Ekkert er rangt við það en oftast biðjum við um eitt lambalæri, eitt svínalæri, eitt kálfalæri. Orðið er þannig myndað: lamb-a-læri. A-ið er þar svokallaður bandstafur sem vel er þekktur í samsettum orðum. Önnur orð með -a- bandstaf eru til dæmis:

rusl-a-fatadót-a-kassidrasl-a-skápur

Í dæmunum eru fyrri liðirnir rusl, dót, drasl aðeins notaðir í eintölu og því getur a-ið ekki verið fleirtöluending.

Aðrir bandstafir í samsetningum eru i, u og s, til dæmis:

eld-i-viðursess-u-nauturleikfimi-s-kennari
kenn-i-maðurráð-u-nauturkeppni-s-grein
skell-i-hláturök-u-maðurathygli-s-verður
al-i-grís

Fleiri tengd svör:

Sjá frekar í:
  • Guðrún Kvaran. 2005. Íslensk tunga II. Bls. 155-156. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
...