Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í íslensku er hægt að mynda samsetningar á þrjá vegu:
  • Fast samsett orð
  • Laust samsett orð
  • Bandstafssamsetning

Með fast samsettu orði er átt við að notaður sé stofn fyrri liðar án beygingarendingar. Sem dæmi mætti nefna: snjó-bretti, hest-vagn, sól-bruni, borð-fótur.

Í laust samsettu orði stendur fyrri liður í eignarfalli, ýmist eintölu eða fleirtölu. Sem dæmi mætti nefna dagsbrúndagatal, bóndabýlibændaskóli, barnsgráturbarnaskóli.



Hér sést Landspítali - háskólasjúkrahús en ekki Landsspítalinn.

Með bandstafssamsetningu er átt við að samsetningarliðir séu tengdir saman með sérstökum bandstaf sem ekki er eignarfallsending og ekki heldur hluti stofns. Bandstafir geta verið a, i, u og s. Dæmi: rusl-a-fata, eld-i-viður, sess-u-nautur, athygli-s-verður.

Í orðunum Ægisíða og Landspítali er um stofnsamsetningu að ræða. Þeir sem bjuggu nöfnin til notuðu stofninn við orðmyndunina. Stofninn í Ægir er Ægi-, stofninn í land er land. Ekki hefði verið rangt að mynda orðin Ægissíða og Landsspítali, það er eignarfallssamsetningar, en það var ekki valið.

Um samsett orð má lesa frekar í ritinu Íslensk tunga – Orð (2005:151–157).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.11.2006

Spyrjandi

Þorsteinn Briem
Gunnar Tryggvason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6406.

Guðrún Kvaran. (2006, 27. nóvember). Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6406

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali?
Í íslensku er hægt að mynda samsetningar á þrjá vegu:

  • Fast samsett orð
  • Laust samsett orð
  • Bandstafssamsetning

Með fast samsettu orði er átt við að notaður sé stofn fyrri liðar án beygingarendingar. Sem dæmi mætti nefna: snjó-bretti, hest-vagn, sól-bruni, borð-fótur.

Í laust samsettu orði stendur fyrri liður í eignarfalli, ýmist eintölu eða fleirtölu. Sem dæmi mætti nefna dagsbrúndagatal, bóndabýlibændaskóli, barnsgráturbarnaskóli.



Hér sést Landspítali - háskólasjúkrahús en ekki Landsspítalinn.

Með bandstafssamsetningu er átt við að samsetningarliðir séu tengdir saman með sérstökum bandstaf sem ekki er eignarfallsending og ekki heldur hluti stofns. Bandstafir geta verið a, i, u og s. Dæmi: rusl-a-fata, eld-i-viður, sess-u-nautur, athygli-s-verður.

Í orðunum Ægisíða og Landspítali er um stofnsamsetningu að ræða. Þeir sem bjuggu nöfnin til notuðu stofninn við orðmyndunina. Stofninn í Ægir er Ægi-, stofninn í land er land. Ekki hefði verið rangt að mynda orðin Ægissíða og Landsspítali, það er eignarfallssamsetningar, en það var ekki valið.

Um samsett orð má lesa frekar í ritinu Íslensk tunga – Orð (2005:151–157).

...