Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það?Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, kelda‘. Það er skylt orðinu søyl í nýnorsku sem merkir ‚forarpyttur‘ og søle í dönsku sem merkir ‚for, bleyta‘. Bæjarnafnið Seyla í Skagafirði er náskylt þessu orði og sömu merkingar. Orðið seil merkir hins vegar ‚band, taug‘ og á ekkert skylt við seyl en þessi tvö orð hafa fallið saman í framburði þegar y og i féllu saman við afkringingu yfsilons, líklega á 16. öld.

Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, kelda‘.
- Úr safni Votlendissjóðs.