Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl.

Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölskulega 'freklega, af ósanngirni' og lýsingarorðið kölsugur 'spottgjarn, háðsamur, umtalsillur' sem öll koma fyrir í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814.

Kölsugur er elst þessara orða og kemur fyrir þegar í fornu máli (Grettis sögu). Bjarni getur sér þess til að í fornu máli hafi ef til vill verið til samandregnar myndir af lýsingarorðinu köl(l)sugur, það er *köl(l)skan, *köl(l)skir og veikar myndir eins og (hinn) *köllski.

Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir þessa skýringu í Íslenskri orðsifjabók (1989:538). Báðir tengja þeir orðið við nafnorðið kalls 'gys, spott' og sögnina að kallsa 'hæða, spotta'. Hinn kölski er þá hinn háðsami, spottssami. Bjarni telur að upphaflega hafi verið um feluorð að ræða þegar menn ekki vildu nefna djöfulinn en í íslenskri þjóðtrú var hann einmitt spottari. Nafnorðið kölski er þá til orðið úr veiku beygingu lýsingarorðsins köl(l)sugur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

  • Bjarni Vilhjálmsson. Hugljómun um kölska. Afmæliskveðja til Halldórs Halldórssonar 13. júlí 1981:72–84.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans. 1989.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.3.2010

Spyrjandi

Ragnar Þórhallsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55136.

Guðrún Kvaran. (2010, 12. mars). Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55136

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55136>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?
Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl.

Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölskulega 'freklega, af ósanngirni' og lýsingarorðið kölsugur 'spottgjarn, háðsamur, umtalsillur' sem öll koma fyrir í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814.

Kölsugur er elst þessara orða og kemur fyrir þegar í fornu máli (Grettis sögu). Bjarni getur sér þess til að í fornu máli hafi ef til vill verið til samandregnar myndir af lýsingarorðinu köl(l)sugur, það er *köl(l)skan, *köl(l)skir og veikar myndir eins og (hinn) *köllski.

Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir þessa skýringu í Íslenskri orðsifjabók (1989:538). Báðir tengja þeir orðið við nafnorðið kalls 'gys, spott' og sögnina að kallsa 'hæða, spotta'. Hinn kölski er þá hinn háðsami, spottssami. Bjarni telur að upphaflega hafi verið um feluorð að ræða þegar menn ekki vildu nefna djöfulinn en í íslenskri þjóðtrú var hann einmitt spottari. Nafnorðið kölski er þá til orðið úr veiku beygingu lýsingarorðsins köl(l)sugur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

  • Bjarni Vilhjálmsson. Hugljómun um kölska. Afmæliskveðja til Halldórs Halldórssonar 13. júlí 1981:72–84.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans. 1989.

Mynd:...