Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:
  • andskoti
  • ansakornið
  • árakornið
  • ári
  • defill
  • deli
  • défsi
  • déll
  • déskoti
  • dífill
  • djangi
  • djanki
  • djöfsi
  • sá fetótti
  • fjandakornið
  • fjári
  • freistarinn
  • Gamli í Niðurkoti
  • grefill
  • jónskoti
  • kölski
  • ólukki
  • paufi
  • paur
  • pauri
  • pokur
  • rækall
  • rækarl
  • sá í neðra
  • sá vondi
  • skolli
  • skrambi
  • skratti
  • skufsi
  • tremill
  • þremill
Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Mynd úr handriti frá 14. öld sem sýnir Lúsífer í víti Dantes. Lúsífer hefur þrjú höfuð og tyggur í sífellu þrjá erkisvikara: Júdas, Brútus og Kassíus. Hægt er smella á myndina til að sjá stærri útgáfu af henni

Undir kölski má finna fleiri heiti:
  • sá eineygði
  • flugnahöfðingi
  • sá gamli
  • sá gráskjótti
  • sá hrosshæfði
  • sá kolbíldótti
  • kolbíldur
  • ljótikallinn
  • myrkrahöfðingi
  • óvinur
  • satan
  • vomur

Undir ári má finna til viðbótar:
  • bölvættur
  • drýsildjöfull
  • drýsill
  • illdéfli
Og undir andskoti eru heitin:
  • ankoti
  • ansi
  • antoti
  • asskolli
  • asskoti
  • assvíti.

Alls eru þetta 61 ólík nöfn á djöflinum en ekki komast þó öll heiti af þessu tagi á prent og erfitt er að safna þeim saman þannig að allt sé með.

Að lokum bendum við þeim lesendum Vísindavefsins sem eru búnir að fá nóg af djöflinum eftir þessa upptalningu á að lesa svar við spurningunni Hvernig lítur Guð út?

Mynd: Godphoto

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.12.2004

Spyrjandi

Dagný Lára

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4685.

Guðrún Kvaran. (2004, 28. desember). Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4685

Guðrún Kvaran. „Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4685>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?
Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:

  • andskoti
  • ansakornið
  • árakornið
  • ári
  • defill
  • deli
  • défsi
  • déll
  • déskoti
  • dífill
  • djangi
  • djanki
  • djöfsi
  • sá fetótti
  • fjandakornið
  • fjári
  • freistarinn
  • Gamli í Niðurkoti
  • grefill
  • jónskoti
  • kölski
  • ólukki
  • paufi
  • paur
  • pauri
  • pokur
  • rækall
  • rækarl
  • sá í neðra
  • sá vondi
  • skolli
  • skrambi
  • skratti
  • skufsi
  • tremill
  • þremill
Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Mynd úr handriti frá 14. öld sem sýnir Lúsífer í víti Dantes. Lúsífer hefur þrjú höfuð og tyggur í sífellu þrjá erkisvikara: Júdas, Brútus og Kassíus. Hægt er smella á myndina til að sjá stærri útgáfu af henni

Undir kölski má finna fleiri heiti:
  • sá eineygði
  • flugnahöfðingi
  • sá gamli
  • sá gráskjótti
  • sá hrosshæfði
  • sá kolbíldótti
  • kolbíldur
  • ljótikallinn
  • myrkrahöfðingi
  • óvinur
  • satan
  • vomur

Undir ári má finna til viðbótar:
  • bölvættur
  • drýsildjöfull
  • drýsill
  • illdéfli
Og undir andskoti eru heitin:
  • ankoti
  • ansi
  • antoti
  • asskolli
  • asskoti
  • assvíti.

Alls eru þetta 61 ólík nöfn á djöflinum en ekki komast þó öll heiti af þessu tagi á prent og erfitt er að safna þeim saman þannig að allt sé með.

Að lokum bendum við þeim lesendum Vísindavefsins sem eru búnir að fá nóg af djöflinum eftir þessa upptalningu á að lesa svar við spurningunni Hvernig lítur Guð út?

Mynd: Godphoto...