Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1255 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar prímatar eru rhesusapar?

Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit. ...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?

Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...

category-iconUmhverfismál

Hvernig er pappír endurunninn?

Við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði)...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru: Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?

Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:Uppruna sólkerfis okkar má rekja ti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?

Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...

category-iconHugvísindi

Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?

Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...

category-iconEfnafræði

Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?

Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?

Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. ...

category-iconNæringarfræði

Af hverju þarf maður að borða?

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...

category-iconLögfræði

Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu, er búinn að leigja timburhús í 5 ár og búið að leka mikið vatn niður loftin og timbrið farið að gliðna í sundur og í 4 ár gerði eigandinn ekkert í þessu. Hef ég einhvern rétt sem leigjandi að fá eitthvað af leigunni til baka. Engin sérstök ákvæði um afslæt...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast íshellar?

Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa sa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki?

Spurning Atla var því sem næst eins og hér er tilgreint en spurning Hannesar og Margrétar var þessi: Hvað veldur því að líkaminn hrörnar, er ekki hægt að gera neitt til að breyta því? Hvers vegna getum við ekki lifað endalaust?Sami höfundur hefur áður svarað spurningunni Af hverju eldumst við? hér á Vísindavefnum....

Fleiri niðurstöður