Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson
Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar á púðursykri í íslenskum verslunum) er dökk- eða ljósbrúnn sýrópsblandaður sykur. Upphaflega var hann sykur sem ekki hafði verið hreinsaður fullkomlega. Það þýðir að ennþá sat eitthvað af sýrópinu eftir í sykrinum og hann var brúnn og eilítið blautur í sér. Í dag er púðursykur hins vegar framleiddur með því að blanda saman hvítum sykri og brúnu sýrópi sem gert er úr hrásykri. Þessi aðferð er notuð til að geta stýrt því nákvæmlega hversu mikið af sýrópi púðursykurinn inniheldur. Brúna sýrópið gefur púðursykrinum bæði lit og raka og þessa mjúku klístruðu áferð sem við þekkjum vel. Önnur leið við framleiðslu púðursykurs er að hita sykur- og sýrópsmassa, en brúni liturinn kemur þá einnig fram við hitun.
- NewScientist.com
- Joyofbaking.com
- Midasfoods.com. (Sótt 1.9.2021).