Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?

Sigurður Sigurðarson

Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. Þegar dýr anda að sér eitruðum gosgufum berast þær ofan í lungu. Þaðan geta efnin einnig frásogast til blóðsins.

Síbreytileg vindátt veldur því, að aska getur dreifst um allt land á tiltölulega skömmum tíma. Enginn staður er því óhultur hér á landi í eldgosum. Þess eru dæmi að eitruð aska frá Íslandi hafi borist til annarra landa og er talin hafa haft áhrif þar, einkum á gróður. Ríkjandi vindáttir stjórna því hvar hættan verður mest. Fín aska, sem berst lengst, getur jafnvel verið hættulegri en sú grófa vegna þess að fínar gosagnir hafa hlutfallslega stærra yfirborð og binda meira við sig af eiturefnunum.



Gosmökkur í Grímsvatnagosi í desember árið 1998.

Það eiturefni, sem kemur helst við sögu hér á landi, bæði við bráða og langvinna eitrun, er flúor og er þar yfirleitt átt við flúoríð, samband þess og vetnis (HF) eða önnur auðleyst sambönd. Margfaldur munur á flúor hefur mælst í fínni og grófri ösku frá Heklu.

Ef askan er ekki þeim mun meiri (2-3 mm), ganga skepnur að beit á landi sem fín aska hefur fallið á, en síður ef askan er gróf og þær kroppa hiklaust strá, sem koma upp úr ösku, hvort sem hún er fín eða gróf. Í báðum tilfellum er um að ræða eitrunarhættu. Gróðurinn tekur þó heldur lítið inn í sig af flúor úr ösku og aðeins í skamman tíma. Mengunin fylgir aðallega fína öskurykinu, sem loðir við gróðurinn.

Flúormenguð aska getur fallið beint í kyrrstætt vatn (polla, vötn) eða vatnsföll. Úrkoma getur fljótt þvegið flúorinn úr ösku, sem liggur á jörðinni og á plöntunum og skolað honum út í polla og vatnsföll, en þá er líka fyrst á eftir hætta á mengun drykkjarvatns, einkum í grunnum pollum eða vötnum.

Því er rétt að bæta við hér, að flúor er þekkt að því að menga útblástur frá álverum, einkum gömlum álverum. Í nágrenni álvera er því eitrunarhætta, en úr henni má draga verulega með góðum hreinsibúnaði.

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri grein um áhrif eldgosa á dýr sem lesa á í heild sinni á vef Matvælastofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

16.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Sigurðarson. „Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56008.

Sigurður Sigurðarson. (2010, 16. apríl). Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56008

Sigurður Sigurðarson. „Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56008>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?
Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. Þegar dýr anda að sér eitruðum gosgufum berast þær ofan í lungu. Þaðan geta efnin einnig frásogast til blóðsins.

Síbreytileg vindátt veldur því, að aska getur dreifst um allt land á tiltölulega skömmum tíma. Enginn staður er því óhultur hér á landi í eldgosum. Þess eru dæmi að eitruð aska frá Íslandi hafi borist til annarra landa og er talin hafa haft áhrif þar, einkum á gróður. Ríkjandi vindáttir stjórna því hvar hættan verður mest. Fín aska, sem berst lengst, getur jafnvel verið hættulegri en sú grófa vegna þess að fínar gosagnir hafa hlutfallslega stærra yfirborð og binda meira við sig af eiturefnunum.



Gosmökkur í Grímsvatnagosi í desember árið 1998.

Það eiturefni, sem kemur helst við sögu hér á landi, bæði við bráða og langvinna eitrun, er flúor og er þar yfirleitt átt við flúoríð, samband þess og vetnis (HF) eða önnur auðleyst sambönd. Margfaldur munur á flúor hefur mælst í fínni og grófri ösku frá Heklu.

Ef askan er ekki þeim mun meiri (2-3 mm), ganga skepnur að beit á landi sem fín aska hefur fallið á, en síður ef askan er gróf og þær kroppa hiklaust strá, sem koma upp úr ösku, hvort sem hún er fín eða gróf. Í báðum tilfellum er um að ræða eitrunarhættu. Gróðurinn tekur þó heldur lítið inn í sig af flúor úr ösku og aðeins í skamman tíma. Mengunin fylgir aðallega fína öskurykinu, sem loðir við gróðurinn.

Flúormenguð aska getur fallið beint í kyrrstætt vatn (polla, vötn) eða vatnsföll. Úrkoma getur fljótt þvegið flúorinn úr ösku, sem liggur á jörðinni og á plöntunum og skolað honum út í polla og vatnsföll, en þá er líka fyrst á eftir hætta á mengun drykkjarvatns, einkum í grunnum pollum eða vötnum.

Því er rétt að bæta við hér, að flúor er þekkt að því að menga útblástur frá álverum, einkum gömlum álverum. Í nágrenni álvera er því eitrunarhætta, en úr henni má draga verulega með góðum hreinsibúnaði.

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri grein um áhrif eldgosa á dýr sem lesa á í heild sinni á vef Matvælastofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi. ...