Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast saman á sjávarbotni, enda er hana nær eingöngu að finna í sjávarseti, oft í tengslum við saltmyndanir. [...] Leifarnar hafa síðan tekið ýmsum efnabreytingum í setlögunum fyrir tilstuðlan gerla og hvata, vaxandi þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs. Jarðlagafargið þrýsti olíunni úr setlögunum sem hún myndaðist í, hún leitaði upp á við eftir sprungum og gropnum jarðlögum, til dæmis kalksteini eða sandsteini, og safnaðist síðan fyrir undir þéttum jarðlögum sem hún komst ekki í gegnum. Þess vegna menga olíulindir í sjónum ekki út frá sér.Þegar hráolía er hreinsuð fæst úr henni bensín og dísilolía og einnig flugvélabensín, jarðgas og tjara sem notuð er í malbik. Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að vinna einn lítra af bensíni.

Mynd:
- Bensín. Sótt 29.06.10.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.