Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1202 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta plantan á Íslandi?

Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einh...

category-iconHugvísindi

Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?

Í bókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ævisaga sögð vera rit "um æviferil og störf einstaklings" (316). Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er hugtakið skilgreint sem "frásögn af lífi og örlögum einstaklings" (1863). Í ýmsum erlendum málum nefnist ævisaga biografia sem komið er úr grísku og myndað af orðun...

category-iconHugvísindi

Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?

Flestir þekkja rjúpuna, fuglinn sem skiptir litum eftir árstíðum og Jónas Hallgrímsson kvað svo eftirminnilega um í ljóðinu Óhræsið. En færri vita sjálfsagt að rjúpa er einnig hnykill undinn á sérstakan hátt. Það er ýmist kallað að vinda rjúpu eða vinda í rjúpu. Í elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem...

category-iconStjórnmálafræði

Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?

Ráðherrar þurfa ekki að vera þingmenn, þótt hefð sé fyrir því í íslenskum stjórnmálum að þeir séu það. Íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skipa ráðherra án þess að þeir séu kjörnir þingmenn. Slíkir ráðherrar eru kallaðir utanþingsráðherrar. Þeir eiga sæti á Alþingi, vegna embættisstöðu sinnar, ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er lífverkfræði?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hver er þýðingin á "bioengineering" á íslensku? Er þessi fræðigrein iðkuð hér á landi? Lífverkfræði (e. bioengineering) er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag. Hefðbundnu verkfræðigreinarnar byggja ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta hagamýs?

Hér er einnig svarað spurningunni:Éta mýs ost? Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyng...

category-iconJarðvísindi

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864? Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengdamóðir mín sagði: "Það er helvítis garður í honum," hvað á hún við?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum." Ég finn hvergi neitt á netinu um þetta. Sjórinn var með mikið af hvítum öldutoppum. Tengdamóðir mín, fædd 1925, bjó öll sín ár í Álftafirði við Dj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið? Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða orð rímar við „Elín“?

Til er sérstök íslensk rímorðabók sem er til dæmis til í mörgum skólabókasöfnum. Í Gegni eru meðal annars eftirfarandi upplýsingar um hana:Eiríkur Rögnvaldsson 1955. Íslensk rímorðabók. Reykjavík: Iðunn, 1989. 271 s.Hugmyndir um rímorð má fá einnig fá með rímorðaleit Elíasar Halldórs Ágústssonar á Reiknistofnun. A...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?

Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...

category-iconHagfræði

Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?

Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sighvatur Þórðarson?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?

Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um dýralífið í Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Landið er rúmlega 11,5 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um 1/9 af flatarmáli Íslands og að stórum hluta eyðimörk. Yfir sumartímann getur hitinn þar farið allt upp í 50ºC yfir heitasta tíma...

Fleiri niðurstöður