Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?

BRH

Ráðherrar þurfa ekki að vera þingmenn, þótt hefð sé fyrir því í íslenskum stjórnmálum að þeir séu það. Íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skipa ráðherra án þess að þeir séu kjörnir þingmenn. Slíkir ráðherrar eru kallaðir utanþingsráðherrar. Þeir eiga sæti á Alþingi, vegna embættisstöðu sinnar, og þurfa að njóta trausts meirihluta þingmanna líkt og aðrir ráðherrar. Utanþingsráðherrar mega taka þátt í umræðum á Alþingi en hafa ekki atkvæðisrétt, sjá nánari umfjöllun í svari við spurningunni Hafa utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir atkvæðarétt í atkvæðagreiðslu á alþingi?

Nokkur dæmi eru um utanþingsráðherra í ríkisstjórnum á Íslandi. Allir ráðherrarnir í fyrstu ríkisstjórn lýðveldisins Íslands voru til að mynda utanþingsráðherrar og sátu í svokallaðri utanþingsstjórn. Hún var mynduð árið 1942 af Sveini Björnssyni, þáverandi ríkisstjóra, sem leysti með því úr stjórnarkreppu. Utanþingsstjórnin sat frá desember 1942 fram í október 1944. Í henni sátu Björn Þórðarson, forsætisráðherra; Vilhjálmur Þór, utanríkis- og atvinnumálaráðherra; Björn Ólafsson, fjármálaráðherra; Einar Arnórsson, dóms- og menntamálaráðherra og Jóhann Sæmundsson, félagsmálaráðherra. Björn og Vilhjálmur ráku Vífilfell þegar þeir urðu ráðherrar og hefur ríkisstjórnin því stundum hlotið viðurnefnið „Coca-Cola ríkisstjórnin“. Flestir ráðherrar voru tengdir Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki og því var ekki alveg um óháða stjórn að ræða.

Utanþingsstjórnin. Talið frá vinstri: Björn Ólafsson, Björn Þórðarson, forseti Íslands Sveinn Björnsson, Vilhjálmur Þór og Einar Arnórsson. Jóhann Sæmundsson vantar á myndina.

Af fleiri utanþingsráðherrum má nefna:
  • Stefán Jóhann Stefánsson (fyrir Alþýðuflokkinn), félagsmálaráðherra 1939-1942 og utanríkisráðherra 1941-1942.
  • Geir Hallgrímsson (fyrir Sjálfstæðisflokkinn), utanríkisráðherra 1983-1986 (að vísu var hann varaþingmaður og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á meðan hann gegndi ráðherraembætti).
  • Ólaf Ragnar Grímsson (fyrir Alþýðubandalagið), fjármálaráðherra 1988-1991.
  • Jón Sigurðsson (fyrir Framsóknarflokkinn), iðnaðarráðherra 2006-2007.
  • Rögnu Árnadóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra 2009-2010.
  • Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra 2009-2010.

Tveir síðastnefndu ráðherrarnir störfuðu utan stjórnmálaflokka og sátu í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem að öðru leyti var skipuð þingmönnum Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Björn Reynir Halldórsson

MA í sagnfræði

Útgáfudagur

24.10.2014

Spyrjandi

Alda Rós Ágústsdóttir f. 1996

Tilvísun

BRH. „Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?“ Vísindavefurinn, 24. október 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67426.

BRH. (2014, 24. október). Þurfa ráðherrar að vera þingmenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67426

BRH. „Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67426>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?
Ráðherrar þurfa ekki að vera þingmenn, þótt hefð sé fyrir því í íslenskum stjórnmálum að þeir séu það. Íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skipa ráðherra án þess að þeir séu kjörnir þingmenn. Slíkir ráðherrar eru kallaðir utanþingsráðherrar. Þeir eiga sæti á Alþingi, vegna embættisstöðu sinnar, og þurfa að njóta trausts meirihluta þingmanna líkt og aðrir ráðherrar. Utanþingsráðherrar mega taka þátt í umræðum á Alþingi en hafa ekki atkvæðisrétt, sjá nánari umfjöllun í svari við spurningunni Hafa utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir atkvæðarétt í atkvæðagreiðslu á alþingi?

Nokkur dæmi eru um utanþingsráðherra í ríkisstjórnum á Íslandi. Allir ráðherrarnir í fyrstu ríkisstjórn lýðveldisins Íslands voru til að mynda utanþingsráðherrar og sátu í svokallaðri utanþingsstjórn. Hún var mynduð árið 1942 af Sveini Björnssyni, þáverandi ríkisstjóra, sem leysti með því úr stjórnarkreppu. Utanþingsstjórnin sat frá desember 1942 fram í október 1944. Í henni sátu Björn Þórðarson, forsætisráðherra; Vilhjálmur Þór, utanríkis- og atvinnumálaráðherra; Björn Ólafsson, fjármálaráðherra; Einar Arnórsson, dóms- og menntamálaráðherra og Jóhann Sæmundsson, félagsmálaráðherra. Björn og Vilhjálmur ráku Vífilfell þegar þeir urðu ráðherrar og hefur ríkisstjórnin því stundum hlotið viðurnefnið „Coca-Cola ríkisstjórnin“. Flestir ráðherrar voru tengdir Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki og því var ekki alveg um óháða stjórn að ræða.

Utanþingsstjórnin. Talið frá vinstri: Björn Ólafsson, Björn Þórðarson, forseti Íslands Sveinn Björnsson, Vilhjálmur Þór og Einar Arnórsson. Jóhann Sæmundsson vantar á myndina.

Af fleiri utanþingsráðherrum má nefna:
  • Stefán Jóhann Stefánsson (fyrir Alþýðuflokkinn), félagsmálaráðherra 1939-1942 og utanríkisráðherra 1941-1942.
  • Geir Hallgrímsson (fyrir Sjálfstæðisflokkinn), utanríkisráðherra 1983-1986 (að vísu var hann varaþingmaður og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á meðan hann gegndi ráðherraembætti).
  • Ólaf Ragnar Grímsson (fyrir Alþýðubandalagið), fjármálaráðherra 1988-1991.
  • Jón Sigurðsson (fyrir Framsóknarflokkinn), iðnaðarráðherra 2006-2007.
  • Rögnu Árnadóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra 2009-2010.
  • Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra 2009-2010.

Tveir síðastnefndu ráðherrarnir störfuðu utan stjórnmálaflokka og sátu í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem að öðru leyti var skipuð þingmönnum Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Heimildir og mynd:

...