Hver er þýðingin á "bioengineering" á íslensku? Er þessi fræðigrein iðkuð hér á landi?Lífverkfræði (e. bioengineering) er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag. Hefðbundnu verkfræðigreinarnar byggja á stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði við greiningu og hönnun tæknilausna en lífverkfræðin byggir að stórum hluta á lífvísindum og nýtir verkfræðilega aðferðafræði. Markmið þessarar nýju fræðigreinar er að öðlast frekari skilning á hvernig líffræðileg kerfi virka og þróa tækni sem byggir á líffræði og nýtt er víða í samfélaginu. Hagnýting lífvísinda er stöðugt að verða mikilvægari í nútíma þjóðfélagi. Framþróun í læknavísindum, umhverfismál, fæðuöflun mannkyns og sjálfbærni byggja að stórum hluta á samþættingu lífvísinda og tækni. Lífverkfræði er nýtt við greiningu sjúkdóma, þróun lyfja, hönnun nýrra efna og efnaferla, verndun umhverfis og í landbúnaði.

Lífverkfræði er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag.
- MIT | Department of Biological Engineering.
- What is Bioengineering? University of California, Berkeley
- Bioengineering - Stanford University School of Medicine and School of Engineering.
- Inventing the Future of Medicine - UW Bioengineering. (Sótt 1. 9. 2014).