Tengdamóðir mín sagði um sjóinn við Sæbrautina þegar við keyrðum þar framhjá í dag, "Það er helvítis garður í honum." Ég finn hvergi neitt á netinu um þetta. Sjórinn var með mikið af hvítum öldutoppum. Tengdamóðir mín, fædd 1925, bjó öll sín ár í Álftafirði við Djúp þar til hún flutti suður á miðjum 10. áratugnum. Gaman væri að vita hvort þetta er þekkt.Mér varð á þegar ég svaraði fyrirspurn um orðið garður notað um veður. Ég las garri og svaraði samkvæmt því. Ég efast ekki um að tengdamóðirin hafi sagt garður. Samkvæmt íslensk- danskri orðabók Sigfúsar Blöndal er garður notað um vindhviðu en einnig langvarandi hrollkaldan storm. Þar vitnar Sigfús í Ferðabók Þorvalds Thoroddsen: „langvarandi hvassviðri af sömu átt heita á Vesturlandi garðar“ (1920-1924:241). Elst dæmi um garð í merkingunni 'vindhviða' eru í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá miðri 17. öld. Vel þekkt er vísan:
Nordan hardan gerdi gardÁ vef ÍSMÚS (Íslenskur músík- og menningararfur) kemur fram að höfundur var Magnús Magnússon hreppstjóri á Hrófbergi. Vísan er alltaf lesin með lokhljóði (-d-) en ekki önghljóði (-ð-). Sá framburður þekktist helst á Vestfjörðum.
geysi hardur vard 'ann.
Borda jardar- erdis ard
ofan í skardid bard' 'ann.
Garri er álíka hvass og strekkingur, en kaldari og hryssingslegri. Það er garri í honum, hann er garralegur er þá sagt.Lýsingarorðið garralegur merkir 'hvass og kaldur (um veður), hávær og rostafenginn (um fólk)'. Mynd:
- Dispersion (water waves) - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 5.11.2015).