og sumtags-þrædi, spunnum med sumtags-snældu, svo at einn spinnr og vindr eda vefr í riúpu þrádinn, en annarr greidir fyrir, eins og qvennfólk giørir vid rockÁ öðrum seðli er þessi lýsing:
Sumir spunamenn undu í svokallaðar rjúpur á snælduna, þurfti þá ekki að vinda af henni heldur aðeins smeygja rjúpunni niður af halanum.Ýmsar gerðir af rjúpum voru til eins og bandrjúpur og tvinnarjúpur og útsaumsgarn eins og til dæmis perlugarn, var lengi selt í rjúpum. Öllum þessum rjúpum var það sameiginlegt að þær voru þannig undnar að þráðurinn var tekinn innan úr rjúpunni og flæktist hann þá síður. Sama er að segja um seglgarnsrjúpur en seglgarn var talsvert notað við netaviðgerðir. Vír sem ætlaður var til girðinga var einnig seldur í sérstökum vírrjúpum. Slíkar rjúpur voru til dæmis ræddar á Alþingi 1907:
semur landsstjórnin áætlun um verð á hverri vírrjúpu af fjóryddum vírstrengHægt var að kaupa hálfrjúpu og heilrjúpu af vír:
tekið fram, hvað langur strengur að minsta lagi er í hverri vírrjúpu, svo að pöntun hvers [...] samgirðingafjelags geti staðið á heild (heilrjúpu eða hálfrjúpu).Margar konur vinda garn til að prjóna úr, til dæmis lopa, í rjúpu. Þá er garninu vafið utan um höndina og búin til hönk. Síðan er bundið um annan endann, hnykillinn vafinn utan um en totunni haldið út úr. Þá er hægt að rekja innan úr.
Áður fyrr var hægt að kaupa sérsaka rjúpustokka fyrir tvinnarjúpur. Á seðli í Ritmálsskránni stendur til dæmis:
Hispursmeyjar keyptu sér rjúpustokk með marglitum tvinnahnotum.Hvað uppruna varðar telur Ásgeir Blöndal Magnússon hann óljósan í Íslenskri orðsifjabók (1989:769) og tæplega af sama toga og fuglsheitið rjúpa. Heimildir og mynd:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans: aðgengilegt á www.arnastofnun.is.
- Mynd: Prjónakennsluvefur Arndísar Hilmarsdóttur.
Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.