Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Flestir þekkja rjúpuna, fuglinn sem skiptir litum eftir árstíðum og Jónas Hallgrímsson kvað svo eftirminnilega um í ljóðinu Óhræsið. En færri vita sjálfsagt að rjúpa er einnig hnykill undinn á sérstakan hátt. Það er ýmist kallað að vinda rjúpu eða vinda í rjúpu. Í elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem er frá 18. öld, er því lýst hvernig hinir löngu og grönnu rótarþræðir melgresisins (sumtag) voru spunnir á sérstaka snældu en síðan vafðir í rjúpu:

og sumtags-þrædi, spunnum med sumtags-snældu, svo at einn spinnr og vindr eda vefr í riúpu þrádinn, en annarr greidir fyrir, eins og qvennfólk giørir vid rock

Á öðrum seðli er þessi lýsing:

Sumir spunamenn undu í svokallaðar rjúpur á snælduna, þurfti þá ekki að vinda af henni heldur aðeins smeygja rjúpunni niður af halanum.

Ýmsar gerðir af rjúpum voru til eins og bandrjúpur og tvinnarjúpur og útsaumsgarn eins og til dæmis perlugarn, var lengi selt í rjúpum. Öllum þessum rjúpum var það sameiginlegt að þær voru þannig undnar að þráðurinn var tekinn innan úr rjúpunni og flæktist hann þá síður. Sama er að segja um seglgarnsrjúpur en seglgarn var talsvert notað við netaviðgerðir.

Vír sem ætlaður var til girðinga var einnig seldur í sérstökum vírrjúpum. Slíkar rjúpur voru til dæmis ræddar á Alþingi 1907:

semur landsstjórnin áætlun um verð á hverri vírrjúpu af fjóryddum vírstreng

Hægt var að kaupa hálfrjúpu og heilrjúpu af vír:

tekið fram, hvað langur strengur að minsta lagi er í hverri vírrjúpu, svo að pöntun hvers [...] samgirðingafjelags geti staðið á heild (heilrjúpu eða hálfrjúpu).

Margar konur vinda garn til að prjóna úr, til dæmis lopa, í rjúpu. Þá er garninu vafið utan um höndina og búin til hönk. Síðan er bundið um annan endann, hnykillinn vafinn utan um en totunni haldið út úr. Þá er hægt að rekja innan úr.



Hér er sýnt hvernig undið er í rjúpu.

Áður fyrr var hægt að kaupa sérsaka rjúpustokka fyrir tvinnarjúpur. Á seðli í Ritmálsskránni stendur til dæmis:

Hispursmeyjar keyptu sér rjúpustokk með marglitum tvinnahnotum.

Hvað uppruna varðar telur Ásgeir Blöndal Magnússon hann óljósan í Íslenskri orðsifjabók (1989:769) og tæplega af sama toga og fuglsheitið rjúpa.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.5.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56262.

Guðrún Kvaran. (2010, 14. maí). Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56262

Guðrún Kvaran. „Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56262>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?
Flestir þekkja rjúpuna, fuglinn sem skiptir litum eftir árstíðum og Jónas Hallgrímsson kvað svo eftirminnilega um í ljóðinu Óhræsið. En færri vita sjálfsagt að rjúpa er einnig hnykill undinn á sérstakan hátt. Það er ýmist kallað að vinda rjúpu eða vinda í rjúpu. Í elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem er frá 18. öld, er því lýst hvernig hinir löngu og grönnu rótarþræðir melgresisins (sumtag) voru spunnir á sérstaka snældu en síðan vafðir í rjúpu:

og sumtags-þrædi, spunnum med sumtags-snældu, svo at einn spinnr og vindr eda vefr í riúpu þrádinn, en annarr greidir fyrir, eins og qvennfólk giørir vid rock

Á öðrum seðli er þessi lýsing:

Sumir spunamenn undu í svokallaðar rjúpur á snælduna, þurfti þá ekki að vinda af henni heldur aðeins smeygja rjúpunni niður af halanum.

Ýmsar gerðir af rjúpum voru til eins og bandrjúpur og tvinnarjúpur og útsaumsgarn eins og til dæmis perlugarn, var lengi selt í rjúpum. Öllum þessum rjúpum var það sameiginlegt að þær voru þannig undnar að þráðurinn var tekinn innan úr rjúpunni og flæktist hann þá síður. Sama er að segja um seglgarnsrjúpur en seglgarn var talsvert notað við netaviðgerðir.

Vír sem ætlaður var til girðinga var einnig seldur í sérstökum vírrjúpum. Slíkar rjúpur voru til dæmis ræddar á Alþingi 1907:

semur landsstjórnin áætlun um verð á hverri vírrjúpu af fjóryddum vírstreng

Hægt var að kaupa hálfrjúpu og heilrjúpu af vír:

tekið fram, hvað langur strengur að minsta lagi er í hverri vírrjúpu, svo að pöntun hvers [...] samgirðingafjelags geti staðið á heild (heilrjúpu eða hálfrjúpu).

Margar konur vinda garn til að prjóna úr, til dæmis lopa, í rjúpu. Þá er garninu vafið utan um höndina og búin til hönk. Síðan er bundið um annan endann, hnykillinn vafinn utan um en totunni haldið út úr. Þá er hægt að rekja innan úr.



Hér er sýnt hvernig undið er í rjúpu.

Áður fyrr var hægt að kaupa sérsaka rjúpustokka fyrir tvinnarjúpur. Á seðli í Ritmálsskránni stendur til dæmis:

Hispursmeyjar keyptu sér rjúpustokk með marglitum tvinnahnotum.

Hvað uppruna varðar telur Ásgeir Blöndal Magnússon hann óljósan í Íslenskri orðsifjabók (1989:769) og tæplega af sama toga og fuglsheitið rjúpa.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

...