Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta hagamýs?

Ester Rut Unnsteinsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Éta mýs ost?

Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyngs sem einnig kallast lúsamulningur eða jafnvel músamulningur. Mýsnar éta líka ýmiskonar fræ, meira að segja grasfræ og eru til dæmis sólgnar í hvannafræ.

Þær éta líka orma, pöddur og lirfur, sérstaklega á vorin og sumrin þegar meira er af pöddum og minna af fræjum. Hagamýs eru líka hræætur og fara gjarnan í hræ sjórekinna fugla eða önnur hræ sem þær finna.

Í náttúrulegu umhverfi hagamúsa er lítið um osta en ef þær komast í manngerðan mat, éta þær hann gjarnan og safna því sem hægt er að geyma í einhvers konar forðabúri, glufum eða holum.

Ostur er ekki helsta fæða músa eins og gjarnan virðist vera í sögum og myndum en þær éta hann, eins og margt annað, ef hann býðst.

Hvað varðar húsamýs þá hefur enginn rannsakað fæðuval þeirra á Íslandi. Þær eru ekki í náttúrunni í sama mæli og hagamýsnar, nema í Vestmannaeyjum og því líklegar til að lifa á því sem maðurinn skaffar, til dæmis kornmeti og fóðri í útihúsum og því sem finnst ætilegt í heimahúsum. Höfundi þykir líklegt að þær éti líka pöddur. Húsamýs tímgast allt árið og því þurfa þær að gera sér að góðu það sem er í boði, bæði úr dýra- og plönturíkinu.

Heimildir og mynd:

  • Unnsteinsdottir, E. R., & Hersteinsson, P. (2011). Effects of contrasting habitats on population parameters and diet of Apodemus sylvaticus (Rodentia) in south-western Iceland. Mammalia, 75(1), 13-21.
  • Bengtson, S. A., Nilsson, A., & Rundgren, S. (1989). Unforeseen disruption of wood mouse population dynamics after food reduction: a field experiment. Oikos, 379-385.
  • Karl Skírnisson (1993): Nagdýr. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd, Reykjavík. 327-346.
  • Mynd: Apodemus sylvaticus (Sardinia) - Wood mouse - Wikipedia, the free encyclopedia. Höfundur myndar: Hans Hillewaert. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 25. 11. 2014).

Höfundur

Ester Rut Unnsteinsdóttir

spendýravistfræðingur - Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

3.12.2014

Spyrjandi

Sigurður Steinar Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Diljá Dögg, Jóhannes Gauti Óttarsson

Tilvísun

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvað éta hagamýs?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60461.

Ester Rut Unnsteinsdóttir. (2014, 3. desember). Hvað éta hagamýs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60461

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvað éta hagamýs?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60461>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta hagamýs?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Éta mýs ost?

Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyngs sem einnig kallast lúsamulningur eða jafnvel músamulningur. Mýsnar éta líka ýmiskonar fræ, meira að segja grasfræ og eru til dæmis sólgnar í hvannafræ.

Þær éta líka orma, pöddur og lirfur, sérstaklega á vorin og sumrin þegar meira er af pöddum og minna af fræjum. Hagamýs eru líka hræætur og fara gjarnan í hræ sjórekinna fugla eða önnur hræ sem þær finna.

Í náttúrulegu umhverfi hagamúsa er lítið um osta en ef þær komast í manngerðan mat, éta þær hann gjarnan og safna því sem hægt er að geyma í einhvers konar forðabúri, glufum eða holum.

Ostur er ekki helsta fæða músa eins og gjarnan virðist vera í sögum og myndum en þær éta hann, eins og margt annað, ef hann býðst.

Hvað varðar húsamýs þá hefur enginn rannsakað fæðuval þeirra á Íslandi. Þær eru ekki í náttúrunni í sama mæli og hagamýsnar, nema í Vestmannaeyjum og því líklegar til að lifa á því sem maðurinn skaffar, til dæmis kornmeti og fóðri í útihúsum og því sem finnst ætilegt í heimahúsum. Höfundi þykir líklegt að þær éti líka pöddur. Húsamýs tímgast allt árið og því þurfa þær að gera sér að góðu það sem er í boði, bæði úr dýra- og plönturíkinu.

Heimildir og mynd:

  • Unnsteinsdottir, E. R., & Hersteinsson, P. (2011). Effects of contrasting habitats on population parameters and diet of Apodemus sylvaticus (Rodentia) in south-western Iceland. Mammalia, 75(1), 13-21.
  • Bengtson, S. A., Nilsson, A., & Rundgren, S. (1989). Unforeseen disruption of wood mouse population dynamics after food reduction: a field experiment. Oikos, 379-385.
  • Karl Skírnisson (1993): Nagdýr. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd, Reykjavík. 327-346.
  • Mynd: Apodemus sylvaticus (Sardinia) - Wood mouse - Wikipedia, the free encyclopedia. Höfundur myndar: Hans Hillewaert. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 25. 11. 2014).

...