Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864?Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 árum eða um 220 e.Kr. Það var lítið basískt gos og hraun þess þakti um 4,5 km2. Þótt langt sé um liðið síðan síðast gaus í Snæfellsjökli er talið nokkuð víst að eldstöðin eigi eftir að gjósa aftur. Það gæti gerst á þessari öld en alveg eins eftir hundruð eða þúsundir ára.
- Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 22.12.2021).
- Snæbjörn Guðmundsson. (2015, 14. ágúst).Hvað getið þið sagt mér um Snæfellsjökul? Vísindavefurinn. (Sótt 22.12.2021).
- Journey to the Center of the Earth. Wikipedia.com. (Sótt 22.12.2021).
- Snæfellsjökull Glacier - Flickr.com. Höfundur myndar: Alex Proimos. Birt undir CC BY-NC 2.0 leyfi. (Sótt 22.12.2021).