Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2462 svör fundust
Hvaðan kemur orðatiltækið „að vera tekinn á teppið“?
Orðasambandið að taka einhvern á teppið er ungt í málinu og merkir að ‘skamma einhvern duglega’. Það þekkist frá síðari hluta 20. aldar. Það er fengið að láni úr ensku: to call somebody on the carpet með vísun til þess að yfirmaður kallar undirmann sinn inn á teppalagða skrifstofu sína til þess (oftast) að setja o...
Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum? (Til dæmis mig langar, mér finnst). Flest sagnorð taka með sér nafnorð eða fornöfn, eitt eða fleiri, til að tákna þátttakendur í þeirri athöfn, atburði eða aðgerð sem sögnin lýsir. Mjög oft stendur eitt þessara nafnor...
Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?
Það tilvik sem lýst er í spurningunni hefur hvergi komið til kasta dómstóla svo vitað sé. Hér er því um vangaveltur að ræða hvernig tekið yrði á slíkum málum en lög og reglur veita engin svör um þetta. Spurningin tengist raunar annarri og stærri spurningu um hvernig fara skuli með réttindamál síamstvíbura. Eru...
Hvaðan kemur orðið mötuneyti?
Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2019?
Í marsmánuði 2019 birtust 32 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um muninn á 25 og 40 ára láni en svör um kolvetni, heila siðblindingja, græna herbe...
Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?
Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...
Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?
Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...
Geta allir í heiminum staðið hlið við hlið á Vatnajökli?
Íbúar jarðar eru rétt rúmlega 7 milljarðar, þar ef eru um það bil 27% börn, það er yngri en 15 ára. Gerum ráð fyrir að þeir myndi langa keðju sem hlykkjast fram og til baka nokkuð þétt þannig að á hverjum fermetra komast fyrir tveir fullorðnir eða fjögur börn. Börnin taka þá 472.500.000 m2 eða 472,5 km2. Plássið ...
Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?
Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...
Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...
Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?
Hvernig skyldi standa á því að höfunda/r er stundum ekki getið á riti? Væri þá ekki samt sem áður hægt að finna út hver höfundur er? Og hvernig stendur á því að ekki er ávallt skráð á höfunda sem tilgreindir eru? Því er til að svara, að höfundar elstu ritverka litu stundum ekki á sig sem höfunda, heldur töldu ...
Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?
Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...
Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?
Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa...
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Hvernig útskýrið þið það sem á ensku kallast „fractional reserve banking“?
Viðskiptabankar og aðrar innlánsstofnanir lána yfirleitt jafnharðan aftur út stóran hluta þess fjár sem þeir fá sem innlán. Útlánin eru yfirleitt til nokkurs tíma en innlánin að mestu óbundin. Þetta þýðir því óhjákvæmilega að bankarnir liggja ekki með nægilega sjóði til að endurgreiða öll innlán ef stór hluti þeir...