Upptaka evru er oft nefnd sem ávinningur af ESB-aðild því að þá fáist "betri gjaldmiðill" en krónan sé. Sé litið til Maastricht-skilyrðanna þá virðist þó að til að geta tekið upp evru þurfi Ísland fyrst að ná myntstöðugleika og lágum vöxtum með krónu. Í þessum rökstuðningi fyrir aðild og upptöku evru virðist því vera ákveðin mótsögn, það að til að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þarf fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli. Er þetta rétt skilið eða eru til leiðir til nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?Mynd:
- Euro - Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 30.04.2013).