Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér með vinum sínum. Það er því ljóst að hópþrýstingur skiptir verulegu máli þegar unglingar taka ákvörðun um hvort þeir byrji að drekka eða ekki. Næstflestir sögðust drekka til að láta sér líða vel, finna á sér. Þessi svör skáru sig nokkuð úr, fyrir utan að nokkuð margir 14 ára unglingar sögðust drekka til að prófa þetta, og sjá hvernig það væri.Í niðurlagi svarsins kemur fram að vissulega séu margir samverkandi þættir þegar unglingar taka þá ákvörðun að prófa að nota vímuefni, þar með talið áfengi. Sennilega er hópþrýstingur frá jafningjahópnum sterkasti hvatinn til neyslunnar en einnig skiptir miklu máli hvernig unglingarnir verja tómstundum sínum og hvernig aðstæðurnar heima fyrir eru. Mynd:
- Clipart Guide. Sótt 12.5.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.