Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1488 svör fundust
Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?
Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...
Hvað er að hafa ekki roð við einhverjum? Er líkingin fengin úr fornu verklagi?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðar svona í heild sinni:Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“. En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég e...
Hvað heita tungl Júpíters, hvað eru þau þung, hvað eru þau stór og hvað eru þau mörg?
Samkvæmt nýjustu upplýsingum (í mars 2021) ganga að minnsta kosti 79 þekkt tungl umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter. Af þeim hafa 53 fengið opinber nöfn en hin ekki. Tungl Júpíters skiptast í tvo hópa, óregluleg og regluleg. Reglulegu tunglin eru átta talsins. Þau sveima öll á reglulegum spor...
Hvað er sínus og hver fann hann upp?
Upprunalega spurningin var: Hver fann upp sínus og hvað er hann í raun og veru? Þá er átt við sínus í stærðfræði. Sínus er mælikvarði á stærð horns. Í stuttu máli: Sínus af horninu v er lengdin á hálfum streng í einingarhring. Strengurinn spannar tvöfalt hornið, 2v. Sjá mynd 1. Mynd 1: Strikið AB er stre...
Hvað er tónlist?
Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...
Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?
Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...
Hvaðan kemur orðið „brjóstsykur“ og af hverju er svoleiðis sælgæti kennt við brjóst?
Orðið brjóstsykur þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld. Það er tökuorð úr dönsku brystsukker og er sömuleiðis 19. aldar orð í Danmörku. Upphaflega var um að ræða einhvers konar lyf við brjóstverkjum sem bætt var með sykri. Þaðan kemur tengingin við brjóst. Smám saman fékk orðið nýja merkingu ...
Hver uppgötvaði kol?
Það er ekki hægt að segja til um hver var fyrstur manna til að gera sér grein fyrir því hvaða not mætti hafa af kolum. En í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? segir meðal annars: Kínverjar fóru að nota kol kringum Krists burð, Hopi-indíánar í vesturríkjum B...
Vitið þið hvað liggur að baki orðasambandinu 'að eiga sér hauk í horni'?
Orðasambandið að eiga (sér) hauk í horni merkir að eiga sér hjálparhellu, einhvern velviljaðan sem er tilbúinn til aðstoðar ef á þarf að halda. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá lokum 17. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Halldór Halldórsson nefnir þá skýringu í Íslenzku orðtakasafni (19...
Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?
Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið. Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sát...
Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Hversu nákvæmlega þarf að gefa upp í hvað peningunum verður eytt?Um fjársafnanir gilda lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 eiga lögin að...
Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?
Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands. Í Morgunblaðinu árið 1942 segir:Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá h...
Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?
Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu. Vitað er að Grik...
Eru til einhverjar fastar skilgreiningar á því hvað er kallað fjall og hvað hóll?
Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa. Örnefn...
Hvaðan kemur orðið lygalaupur?
Orðið lygalaupur er ekki mjög gamalt í málinu, að minnsta kosti ekki í rituðu máli. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 19. öld. Lygalaupur er sá sem lýgur miklu, er stórlygari. Síðari liður orðsins merkir fyrst og fremst 'meis, grindakassi undir hey' en getur einnig merkt 'óáreiðanlegur maður'. Í ...