Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá honum. Hafa kanínurnar síðan tímgast þar í nágrenninu, og jafnvel heyrst að þeirra hafi orðið vart inni í Botnsdal, hvort sem þær eru frá Litla-Sands-stofninum, ellegar þær hafa sloppið úr eldi frá öðrum bæjum.Kanínur hafa þannig að minnsta kosti verið komnar til Íslands um og eftir 1930. Einhverjar þeirra hafa sloppið úr eldi og fjölgað sér í náttúrunni. Slíkt hefur vafalítið gerst reglulega. Ekki er vitað hvort áðurnefndar kanínur hafi lifað af í lengri tíma. Þær kanínur sem nú er að finna í Öskjuhlíðinni og í Elliðaárdal voru langflestar gæludýr sem hafa annaðhvort sloppið frá eigendum sínum eða verið sleppt út í náttúruna. Heimildir:
- Morgunblaðið, 07.03.1942 - Timarit.is. (Skoðað 25.6.2013).
- Kanínur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Skoðað 25.6.2013).
- Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni? eftir Jón Má Halldórsson. (Skoðað 25.6.2013).
- Rabbit - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25.6.2013).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.