Mér til sárrar armæðu rekst ég æ oftar á afbökun orðasambandsins „að hafa ekki roð við einhverjum“ sem hefur umbreyst í „að hafa ekki roð í einhvern“. En ég verð að játa að þó þetta hafi verið mér tamt á tungu í meira en hálfa öld, veit ég ekki hvað þetta merkir en get mér þess til að ræturnar liggi í fornu verklagi. Almennt gúgl skilaði engu og því langar mig að biðja ykkur, í musteri vísinda og visku, að útskýra þetta svo það megi gúglast um ókomna tíð.Orðasambandið að hafa ekki roð við einhverjum merkir að ‘jafnast engan veginn á við einhvern, standa einhverjum langt að baki’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að minnsta kosti frá 19. öld. Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar er skýringin sú að líkingin sé sótt til þess þegar hundar togast á um fiskroð (1969:85). Undir þessa skýringu tekur Jón G. Friðjónsson í Mergi málsins og bætir við að þeir togist á þar til annar hefur betur (2006:691).
En þad stodar ecki fljód, / Enginn rod vid honum stód.Heimildir og mynd:
- Halldór Halldórsson. 1969. Íslenzkt orðtakasafn. II, L-Ö. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. Mál og menning, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 21.12.2023).
- Barks and recreation: Cracking the canine code - State Journal-Register. (Sótt 2.1.2024).