Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?

Sigurður Guðmundsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Hversu nákvæmlega þarf að gefa upp í hvað peningunum verður eytt?
Um fjársafnanir gilda lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 eiga lögin að ákvarða fyrirkomulag og uppgjör opinberra fjársafnanna þannig að almenningur geti fylgst betur með hvað gert er við fé, sem látið hefur verið af hendi rakna í slíkar safnanir.

Í 1. gr. laganna kemur fram hverjum sé heimilt að framkvæma fjársöfnun eins og hún er skilgreind í lögunum:
Heimilt er stofnunum, félögum eða samtökum manna að gangast fyrir opinberum fjársöfnunum í sérhverjum löglegum tilgangi.
Í 2. gr. er skilgreint hvaða fjársafnanir falla undir lögin:
Fjársöfnun er opinber, ef henni er beint til annarra en þeirra, sem tengdir eru persónulegum eða félagslegum tengslum við þá, sem fyrir slíkum fjársöfnunum standa, eða standa í sérstöku sambandi við þá.
Um aðrar tegundir fjársafnana svo sem talnagetraunir eða happdrætti Háskóla Íslands gilda önnur lög.

Samkvæmt 3. gr. laganna er skylda að tilkynna viðkomandi lögreglustjóra um opinbera fjársöfnun áður en hún hefst og skal í tilkynningu til hans meðal annars koma fram í hvaða tilgangi fjársöfnun er gerð. Óheimilt er að nota féð í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað, nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt 2. málsgrein 5. gr. laganna.

Um reikningshald segir í 6. gr. laganna:
Halda skal nákvæmt reikningshald yfir söfnunarfé og öll útgjöld við hverja fjársöfnun. Skal reikningshaldið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda eða þeim, er dómsmálaráðuneytið kann að útnefna til slíks.
Samkvæmt 6. gr. er reikningshald skylda við hverja fjársöfnun, enda forsenda þess að hægt sé að sannfæra sig um það að rétt sé staðið að söfnun.

Í 7. gr. laganna er fjallað um birtingu á niðurstöðum fjársöfnunar. Þar segir í 1. málsgrein:
Áður en 6 mánuðir eru liðnir frá því að fjársöfnun lýkur, skal reikningsyfirlit hennar birt að minnsta kosti einu sinni í dagblaði, vikublaði eða á annan hátt. Sé söfnunarfé undir þeirri upphæð, sem ákveðin er í reglugerð, nægir þó að tilkynna opinberlega, að reikningsyfirlit fjársöfnunarinnar sé til sýnis í að minnsta kosti 14 daga á nánar tilteknum stað.
Í greinargerð sem fylgdi með því frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 er fjallað um lagagreinina nokkrum orðum. Segir þar meðal annars að upplýsingaskylda aðila sé meiri eftir því sem um stærri fjárhæðir er að ræða.

Engar reglugerðir gilda á grundvelli laga nr. 5/1977 þó heimild sé til setningu þeirra skv. 9. gr.

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

4.3.2003

Spyrjandi

Pétur Þorsteinsson

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3195.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 4. mars). Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3195

Sigurður Guðmundsson. „Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3195>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Hversu nákvæmlega þarf að gefa upp í hvað peningunum verður eytt?
Um fjársafnanir gilda lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 eiga lögin að ákvarða fyrirkomulag og uppgjör opinberra fjársafnanna þannig að almenningur geti fylgst betur með hvað gert er við fé, sem látið hefur verið af hendi rakna í slíkar safnanir.

Í 1. gr. laganna kemur fram hverjum sé heimilt að framkvæma fjársöfnun eins og hún er skilgreind í lögunum:
Heimilt er stofnunum, félögum eða samtökum manna að gangast fyrir opinberum fjársöfnunum í sérhverjum löglegum tilgangi.
Í 2. gr. er skilgreint hvaða fjársafnanir falla undir lögin:
Fjársöfnun er opinber, ef henni er beint til annarra en þeirra, sem tengdir eru persónulegum eða félagslegum tengslum við þá, sem fyrir slíkum fjársöfnunum standa, eða standa í sérstöku sambandi við þá.
Um aðrar tegundir fjársafnana svo sem talnagetraunir eða happdrætti Háskóla Íslands gilda önnur lög.

Samkvæmt 3. gr. laganna er skylda að tilkynna viðkomandi lögreglustjóra um opinbera fjársöfnun áður en hún hefst og skal í tilkynningu til hans meðal annars koma fram í hvaða tilgangi fjársöfnun er gerð. Óheimilt er að nota féð í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað, nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt 2. málsgrein 5. gr. laganna.

Um reikningshald segir í 6. gr. laganna:
Halda skal nákvæmt reikningshald yfir söfnunarfé og öll útgjöld við hverja fjársöfnun. Skal reikningshaldið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda eða þeim, er dómsmálaráðuneytið kann að útnefna til slíks.
Samkvæmt 6. gr. er reikningshald skylda við hverja fjársöfnun, enda forsenda þess að hægt sé að sannfæra sig um það að rétt sé staðið að söfnun.

Í 7. gr. laganna er fjallað um birtingu á niðurstöðum fjársöfnunar. Þar segir í 1. málsgrein:
Áður en 6 mánuðir eru liðnir frá því að fjársöfnun lýkur, skal reikningsyfirlit hennar birt að minnsta kosti einu sinni í dagblaði, vikublaði eða á annan hátt. Sé söfnunarfé undir þeirri upphæð, sem ákveðin er í reglugerð, nægir þó að tilkynna opinberlega, að reikningsyfirlit fjársöfnunarinnar sé til sýnis í að minnsta kosti 14 daga á nánar tilteknum stað.
Í greinargerð sem fylgdi með því frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 er fjallað um lagagreinina nokkrum orðum. Segir þar meðal annars að upplýsingaskylda aðila sé meiri eftir því sem um stærri fjárhæðir er að ræða.

Engar reglugerðir gilda á grundvelli laga nr. 5/1977 þó heimild sé til setningu þeirra skv. 9. gr. ...