Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?

Guðrún Kvaran

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á veturna. Þá var hvítkál ekki jafn algengt og síðar varð.

Í Íslenskri orðabók (2002:1521) er súrkál skýrt: „smáskorið súrsað hvítkál“. Síðan er bætt við: „notað um ótilgreindan lokalið ártals“ og sýnd dæmin nítjánhundruð og súrkál nítján hundruð og eitthvað (sem viðkomandi man ekki í bili), sautján (sextán) hundruð og súrkál fyrir löngu, einhvern tíma fyrr á öldum.

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Myndin sýnir súrkálsgerð í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. aldar.

Í sögulegu dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog sem nær frá 1700 til 1950 er að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð þeirri íslensku. Ekki virðast Danir hafa notað surkål í þessu orðasambandi. Elsta og reyndar eina dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (og á timarit.is) er úr blaðinu Skuld frá 1879:

Þessi atburðr [ [...]] skeði á því herrans ári átjánhundruð-og-súrkál.

Ekki er ólíklegt að orðasambandið hafi borist hingað úr dönsku en stuðlarnir valdið því að súrkálið varð ofan á.

Heimildir:

  • Hallgerður Gísladóttir. 1999. Íslensk matarhefð. Mál og menning: Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
  • Ordbog over det danske sprog. ordnet.dk.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. arnastofnun.is.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.12.2018

Spyrjandi

Hrafnhildur Ó. A. Jespersen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76819.

Guðrún Kvaran. (2018, 19. desember). Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76819

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76819>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?
Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á veturna. Þá var hvítkál ekki jafn algengt og síðar varð.

Í Íslenskri orðabók (2002:1521) er súrkál skýrt: „smáskorið súrsað hvítkál“. Síðan er bætt við: „notað um ótilgreindan lokalið ártals“ og sýnd dæmin nítjánhundruð og súrkál nítján hundruð og eitthvað (sem viðkomandi man ekki í bili), sautján (sextán) hundruð og súrkál fyrir löngu, einhvern tíma fyrr á öldum.

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Myndin sýnir súrkálsgerð í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. aldar.

Í sögulegu dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog sem nær frá 1700 til 1950 er að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð þeirri íslensku. Ekki virðast Danir hafa notað surkål í þessu orðasambandi. Elsta og reyndar eina dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (og á timarit.is) er úr blaðinu Skuld frá 1879:

Þessi atburðr [ [...]] skeði á því herrans ári átjánhundruð-og-súrkál.

Ekki er ólíklegt að orðasambandið hafi borist hingað úr dönsku en stuðlarnir valdið því að súrkálið varð ofan á.

Heimildir:

  • Hallgerður Gísladóttir. 1999. Íslensk matarhefð. Mál og menning: Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
  • Ordbog over det danske sprog. ordnet.dk.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. arnastofnun.is.

Mynd:

...