Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðasambandið að eiga (sér) hauk í horni merkir að eiga sér hjálparhellu, einhvern velviljaðan sem er tilbúinn til aðstoðar ef á þarf að halda. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá lokum 17. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
Halldór Halldórsson nefnir þá skýringu í Íslenzku orðtakasafni (1968:221-222) að fyrrum þóttu haukar (fálkar) dýrmæt eign og að þaðan sé merkingin runnin. Hér er tekið undir þá skýringu. Fálkar þykja sums staðar enn eftirsótt vara og eru þeir einkum notaðir til veiða.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Vitið þið hvað liggur að baki orðasambandinu 'að eiga sér hauk í horni'?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59872.
Guðrún Kvaran. (2011, 26. ágúst). Vitið þið hvað liggur að baki orðasambandinu 'að eiga sér hauk í horni'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59872
Guðrún Kvaran. „Vitið þið hvað liggur að baki orðasambandinu 'að eiga sér hauk í horni'?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59872>.