Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 494 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?

Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki. Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?

Klukkan 13:22 er sól í hádegisstað í Hveragerði frá 24. til 31. maí. Svona reiknuðum við það út: Almanak Háskólans segir okkur að hádegi sé nú í Reykjavík kl. 13:25. En Hveragerði er austan við Reykjavík og þar eð sólin gengur frá austri til vesturs er hún fyrr í hádegisstað þar. Sólin gengur 360° um jör...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða kindur kynþroska?

Undir venjulegum kringumstæðum verður lamb kynþroska við sex mánaða aldur. Ef það kemur í heiminn í maí þegar sauðburður er í hámarki þá ætti það að verða kynþroska í nóvember. Þá getur það varla kallast lamb lengur heldur ær ef um kvendýr er að ræða en hrútur ef það er karldýr. Reyndar kallast karllömb líka hrút...

category-iconVísindi almennt

Fyrir hvað stendur FIFA? Hvenær og hvar var það stofnað?

FIFA stendur fyrir Fédération Internationale de Football Association en á íslensku kallast það Alþjóða knattspyrnusambandið. Það var stofnað í París í Frakkland 21. maí 1904 og var fyrsti forseti þess Frakkinn Robert Guétin. FIFA hefur verið með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss frá árinu 1932. Við stofnun FIFA vor...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?

Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...

category-iconHugvísindi

Hver var Vladimir Lenín?

Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom Churchill til Íslands?

Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Hann gegndi þeirri stöðu til 1945 og svo aftur 1951-55. Winston Churchill á Íslandi.9. til 12. ágúst 1941 átti Churchill fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á herskipum á Atlantshafi. Afrakstu...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv? Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir? Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu alma...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?

Háskólalestin stoppaði á Þórshöfn á Langanesi fjórðu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 23. maí spreyttu Þórshafnarbúar og aðrir gestir sig á ýmsum þrautum og gátum sem Vísindavefurinn lagði fyrir þá. Feðgarnir Mansi og Jarek voru sannkallaðir þrautakóngar vísindaveislunnar á Þórshöfn. Þeir leystu...

category-iconStærðfræði

Voru víkingarnir með tölukerfi?

Spurning Veigars hljóðaði svona: Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það? Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níund...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?

Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...

category-iconJarðvísindi

Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?

Ekki er hægt að segja með neinni vissu hversu stórt næsta eldgos í eldstöðvakerfinu Grímsvötnum verður. Gossagan getur þó gefið ýmsar vísbendingar og staðsetning gosanna hefur sitt að segja um stærðina. Mestu máli skiptir hvar í eldstöðvakerfinu gosin verða: í megineldstöðinni innan Grímsvatnaöskjunnar eða utan he...

category-iconStærðfræði

Hvað eruð þið gömul?

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?

Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?

Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra. Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ót...

Fleiri niðurstöður