Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eruð þið gömul?

MBS

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár.

Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. Miðað við það yrði aldur ritstjórnar 168,5 ár og meðalaldur 37,44 ár. Miðgildið yrði þá hins vegar aðeins 25 ár og þar með væri búið að yngja ritstjórnina talsvert upp.

Meðaltal er fundið með því að leggja saman töluleg gildi (í þessu tilfelli aldur ritstjórnarmeðlima) hóps og deila svo í með fjölda hópsins (í þessu tilfelli fjölda ritstjórnarmeðlima).

Miðgildi er fundið á þann hátt að öllum hópnum sem verið er að skoða (í þessu tilfelli allri ritstjórninni) er raðað í tölulega röð (í þessu tilfelli eftir aldri) og svo skipt í tvo hluta um miðjan hópinn þannig að jafn margir einstaklingar eru fyrir ofan miðgildið (eldri en miðaldursgildið) og fyrir neðan það (yngri en miðaldursgildið). Þegar fjöldinn er oddatala er því auðvelt að finna miðgildið, en það er sú tala sem er í miðjunni þegar hópnum er raðað í tölulega röð og er með jafn marga fyrir ofan sig og fyrir neðan. Ef fjöldinn er hins vegar slétt tala standa tvær tölur eftir í miðjunni með jafn margar fyrir ofan sig og fyrir neðan. Til að finna miðgildið eru þessar tvær tölur þá lagðar saman og og svo deilt í með tveimur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Stefanía Þórðardóttir

Tilvísun

MBS. „Hvað eruð þið gömul?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5886.

MBS. (2006, 9. maí). Hvað eruð þið gömul? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5886

MBS. „Hvað eruð þið gömul?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5886>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eruð þið gömul?
Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár.

Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. Miðað við það yrði aldur ritstjórnar 168,5 ár og meðalaldur 37,44 ár. Miðgildið yrði þá hins vegar aðeins 25 ár og þar með væri búið að yngja ritstjórnina talsvert upp.

Meðaltal er fundið með því að leggja saman töluleg gildi (í þessu tilfelli aldur ritstjórnarmeðlima) hóps og deila svo í með fjölda hópsins (í þessu tilfelli fjölda ritstjórnarmeðlima).

Miðgildi er fundið á þann hátt að öllum hópnum sem verið er að skoða (í þessu tilfelli allri ritstjórninni) er raðað í tölulega röð (í þessu tilfelli eftir aldri) og svo skipt í tvo hluta um miðjan hópinn þannig að jafn margir einstaklingar eru fyrir ofan miðgildið (eldri en miðaldursgildið) og fyrir neðan það (yngri en miðaldursgildið). Þegar fjöldinn er oddatala er því auðvelt að finna miðgildið, en það er sú tala sem er í miðjunni þegar hópnum er raðað í tölulega röð og er með jafn marga fyrir ofan sig og fyrir neðan. Ef fjöldinn er hins vegar slétt tala standa tvær tölur eftir í miðjunni með jafn margar fyrir ofan sig og fyrir neðan. Til að finna miðgildið eru þessar tvær tölur þá lagðar saman og og svo deilt í með tveimur....